Slökkviliðið í heimsókn hjá 3. bekk.

DSC 0074Slökkviliðið kemur í heimsókna á hverju ári í eldvarnarvikunni. Það var engin breyting á því í ár og þeir mættu til okkar með fræðslu. Eins og alltaf fengur nemendur svo að skoða sjúkra- og brunabíl.

Upplestrarkeppnin sett

DSC 0002Stóra upplestrarkeppninn var sett í Vogaskóla á Degi íslenskrar tungu. Það voru nemendur í 7. bekk sem sáu um skemmtidagskrána og þessir sömu nemendur taka þátt í upplestrarkeppninni.

Dansaðu fyrir mig

DSC 0073Dansaðu fyrir mig fjallar um að þora að láta drauma sína rætast þrátt fyrir að þurfa að stíga út fyrir þægindarammann. Sýningin fæst við sköpunarkraftinn, sjálfsefann og stóru spurninguna: Er dans fyrir alla?

Mannequin-áskorun í Vogaskóla

Undanfarnar vikur hefur Mannequin-áskorunin notið gífurlegra vinsælda um allan heim en í henni felst að tekið er upp myndskeið af manneskju eða fólki sem er upptekið í hinu daglega lífi, nema það er alveg kyrrt.

Hér fyrir neðan má sjá Mannequin-áskorun Vogaskóla.

Fjölgreindaleikar 2016

Eins og við var að búast gengu fjölgreindaleikarnir í Vogaskóla vel. Krakkarnir voru til fyrirmyndar og góð samvinna milli yngri og eldri nemenda. Hér fyrir neðan eru myndir af hópunum og hér má sjá myndband frá öllum stöðvum.

Fleiri greinar...