Forsíða

Tóbakslaus bekkur

Samkeppninni Tóbakslaus bekkur meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins skólaárið 2015–2016 er lokið og liggja úrslit fyrir.

Í ár tóku 250 bekkir víðsvegar um landið þátt í keppninni. Á skólaárinu þurftu bekkirnir að staðfesta fimm sinnum að þeir væru tóbakslausir og voru þá með í útdrætti um vinninga. Vinningarnir voru húfur frá 66° Norður en auk þess fengu allir þátttakendur spilastokk að gjöf.

Úrslit
Tíu bekkir frá tíu skólum sem sendu inn lokaverkefni unnu til verðlauna. Verðlaunaupphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild. 7. bekkurinn okkar var einn af vinningshöfum og óskum við þeim innilega til hamingju. Hér má sjá vinningsmyndbandið

Steinasafnið í MS

021Nemendur í 1. bekk Vogaskóla fóru í heimsókn í Menntaskólann við Sund til að skoða steinasafn sem þar er. Már skólameistari tók á móti þeim og fræddi þá um steinana. Nemendur voru mjög áhugasamir og hlustuðu af athygli.

Vorhátíð foreldrafélagsins 7. maí 2016

Vorhátíð foreldrafélagsins verður haldin laugardaginn 7. maí milli kl. 11 og 14. Hér má sjá upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar.

Pangea

PangeaVogaskóli átti tvo keppendur í lokaumferð Pangea stærðfræðikeppninnar sem fram fór í Hí sl. laugardag.  Þær Júlía Dagbjört Styrmisdóttir í 8.bekk og Kristjana S. Kristjánsdóttir í 9.bekk voru á meðal 70 keppenda af 1060 sem komust áfram.  Glæsilegur árangur hjá þeim.

Pangea er keppni sem er haldin í 20 evrópskum löndum.  Hún hvetur nemendur til að takast á við stærðfræðina utan kennslustofunnar og miðlar þeim mikilvægu skilaboðum að allir hafi stærðfræðikunnáttu sem getur hjálpað þeim að skilja veröldina betur.

Grease

162Undanfarnar vikur og mánuði hafa nemendur við unglingadeild Vogaskóla verið að undirbúa uppsetningu á söngleiknum Grease. Allir nemendur taka þátt í verkefninu og lokahnykkurinn er auðvitað sýning verksins mánudaginn 2. maí og þriðjudaginn 3. maí.

upplýsingar eru á fb síðunni og hér: http://vogagrease.weebly.com/

Aðalvalmynd
Matseðill dagsins
Mánudagur 30.05.2016
Sjá matseðil dagsins
Sjá matseðil vikunnar
Komandi viðburðir
UTM Loftgæðamælir
Notendavalmynd