Skólasetning 2016 - 2017

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

1. - 7. bekkur kl. 9:00

8. - 10. bekkur kl. 10:00

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. verða nemendur í 1. bekk boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum sínum.

Þriðjudaginn 23. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í 2. - 10. bekk

Miðvikudaginn 24. ágúst hefst kennsla samkvæmt stndaskrá hjá nemendum í 1. bekk

 

Búið er að senda innkaupalista á alla árganga. Kennarar í 1. bekk sjá um innkaup fyrir sína nemendur.

Útskrift 2016

Það var flottur hópur 10. bekkinga sem útskrifaðist þann 8. júní s.l. Starfsfólk Vogaskóla óskar þeim góðs gengis á nýjum vettvangi.

Vorferðir nemenda

Venju samkvæmt var mikið um að vera hjá nemendum og kennurum á vordögum. Veðrið lék við Vogaskólafólk hvert sem það fór. Ratleikur miðstigsins í Elliðaárdal tókst vel og hjólaferð 6. og 7. bekkinga í Nauthólsvík líka. Sjöundi bekkur skellti líka á Akranes.

Annar og þriðji bekkur heimsóttu Steinahlíð, nemendur í Unnar smiðju buðu uppá leiksýningu á Skrápu og allir nemendur yngsta- og miðstigs komu með flíkur að heiman, pökkuðu þeim inn og gáfu til RKÍ.

Út um hvippinn og hvappinn

Það er greinilega komið sumar í nemendur og starfsfólk Vogaskóla. Nemendur og kennarar hafa verið út um hvippinn og hvappinn. Nemendur í 4. bekk fóru og heimsóttu Ásmundarsafn og svo skelltu þeir sér í bæjarferð þar sem þeir fengu að dorga niður á bryggju.

Nemendur í 5. bekk brugðu undir sig betri fætinum og skelltu sér í rútuferð í Sandgerði og nemendur í 6. bekk tóku strætó að Rauðavatni þar sem farið var í allskyns leiki. Sem sagt, bara gleði og gaman.

Vinabekkjaferð hjá 1. og 10. bekk

Vinirnir í 1. og 10. bekk gengu saman í Húsdýragarðinn í dag og áttu þar skemmtilega stund, grilluðu pylsur og höfðu gaman. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni

Fleiri greinar...