Vísindasmiðja 10. bekkar


IMG 029110. bekkur fór í vísindasmiðju Háskóla Íslands þar sem nemendur fengu fræðslu um margvíslegar furður sem lúta að eðlis- og stjörnufræði. Ekki spillti fyrir að þau voru sjálf þátttakendur í margvíslegum tilraunum. Fræðslan var mjög lifandi og skemmtileg enda ríkti mikil gleði meðal nemenda sem treguðu að þurfa að snúa til baka. 

Haustferð unglingadeildar

IMG 0072Unglingadeildin naut góða veðursins á fyrsta degi nýs skólaárs með því að fara í gönguferð í Elliðaárdalinn. 10. bekkur sá um að skipuleggja leiki og hrista hópinn saman. Þá var gengið um dalinn, náttúran var vegsömuð og kanínur skoðaðar. Að lokum gekk hópurinn til baka um Geirsnef en nokkrir ofurhugar vörpuðu sér í ána af göngu/hjólabrú sem þar er. Allir komu glaðir til baka.

Nemendaviðtalsdagur

Fimmtudaginn 15. september er nemendaviðtalsdagur í Vogaskóla.  Umsjónarkennarar taka viðtal við sína umsjónarnemendur. Sérgreinakennarar, stjórnendur og sérkennarar sjá um kennsluna á meðan. Þetta er sveigjanlegur skóladagur og eru nemendur í 1. - 7. bekk búnir kl. 12:00. Vogasel tekur við þeim nemendum sem þar eru á skrá.

Nemendur unglingadeildar mæta í bara í boðuð viðtöl.

Hæfileikaríkir nemendur

 IMG 9409Frábær verk sem nemendur Vogaskóla hafa unnið í myndmenntatímum

Íþróttadagur á yngsta stigi

IMG 9331Þróttur/Ármann skipulagði frábæran íþróttadag fyrir nemendur yngsta stigs í Vogaskóla. Nemendur fengu að kynnast og prófa mismunandi íþróttagreinar eins og júdó, takwando, fimleika, frjálsar, fótbolta og körfubolta. Vel var að öllu staðið og nemendur og kennarar áttu saman skemmtilegan dag í Laugardalnum.

Fleiri greinar...