Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Upp er runninn öskudagur .......

IMG 0101Það var mikið stuð í Vogaskóla í dag eins og aðra öskudaga. Frábærlega hugmyndaríkir nemendur sem klæddu sig upp sem allskyns furðuverur og forynjur. Allir til fyrirmyndir og dagurinn mjög skemmtilegur. Hér má sjá myndir frá deginum. Það voru kátir og glaðir krakkar sem fóru út til að syngja og skemmta sér. Ekki skemmir fyrir að það er vetrarfrí á fimmtudag og föstudag þannig að það er löng og góð helgi framundan.

 

Bóndi í heimsókn hjá 7. bekk

IMG 0051Berglind, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, heimsóttu nemendur í  7. bekk. Hún fræddi þá um hið daglega líf á stóru kúabúi og fengu nemendur tækifæri til að kynnast sveitalífinu í gegnum myndir og myndbönd sem hún hefur tekið á bænum sínum í gegnum tíðina. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn og nemendur voru afar áhugasamir. Hver veit nema nokkrir verðandi bændur leynist í hópnum? Myndir í myndasafni.

Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og vetrarfrí

Vikan 12. - 16. febrúar

Information in English

Mánudagur 12. febrúar - Bolludagur, nemendur mega kom með bollu í skólann. Hefðbundinn skóladagur.

Þriðjudagur 13. febrúar - Sprengidagur, saltkjöt og baunir í matinn. Hefðbundinn skóladagur.

Miðvikudagur 14. febrúar - Öskudagur, allir að mæta í búningum, sveigjanlegur skóladagur.

Fimmtudagur 15. febrúar - Vetrarfrí. Skólinn lokaður.

Föstudagur 16. febrúar - Vetrarfrí. Skólinn lokaður.

100 daga hatíð hjá nemendum í 1. bekk

IMG 0030100 daga hátíðin var föstudaginn 2. febrúar hjá 1. bekk og það var mikið húllum hæ 😉 Börnin höfðu búið til gleraugu úr tölunni 100 og kramarhús í síðustu viku með vinum sínum í 10. bekk. Við byrjuðum hátíðina á því að gera 10 x10 æfingar og svo var haldið í salinn. Þar töldum við alls konar góðgæti í kramarhúsið, 10 af hverju þar til við vorum komin upp i 100. Við vorum með tónlist og dkisco ljós í salnum á meðan, það var mikið fjör 😊 Eftir salinn var farið upp, horft á myndinda 101 dalmatíuhundur og góðgætið borðað. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

Fleiri greinar...