Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Eldvarnarvika

DSC 0086Nemendur í 3. bekk fengu í dag heimsókn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þar sem þeir fengu fræðslu um eldvarnir.  EKki spillti fyrir að fá að fara út og skoða bílana. Myndir í myndasafni.

Skólaþing Vogaskóla 2017

DSC 0006Á þriðjudaginn var Vogaskólaþing haldið í fyrsta sinn. Það komu saman nemendur frá 1. -10. bekk og ræddu ýmis málefni tengd skólanum. Öllum skólanum var skipt upp í 30 manna hópa þvert á árganga. Hópstjórar voru í hverjum hópi sem höfðu fengið sérstaka leiðtogaþjálfun. Daginn eftir komu allir nemendur á sal og fengu að sjá niðurstöður úr þessari vinnu. Þá var einnig rætt hvað væri hægt að framkvæma og jafnvel koma í framkvæmd mjög fljótlega. Viðburðurinn er liður í að efla lýðræðisvitund nemenda og hvernig við sem samfélag komumst að niðurstöðu um ýmis mál á lýðræðislegan hátt.

Á miðvikudeginum var svo unnið á stöðvum út frá grunnþörfunum í Uppbyggingarstefnunni. Myndir frá þingi má finna í myndasafni en hér er linkur á frétt sem biritist í fréttum stöðvar 2.

Dagur islenskrar tungu 16. nóvember 2017

DSC 0002Dagur íslenskrar tungu er í dag og á þeim degi er stóra upplestrarkeppnin ávallt sett í Vogaskóla. Snædís skólastjóri setti keppnina, lesarar frá því í fyrra lásu ljóð og verðandi keppendur í ár, sem eru nemendur í 7. bekk, voru með uppákomu tengda Jónasi Hallgrímssyni, afmælisbarni dagsins.

 

Skrápusýning hjá 2. bekk

IMG 0301Börnin í 2. bekk eru í lotukennslu í tölvum, leikmynd og leikrænni tjáningu. Fyrsti leikhópurinn sýndi leikþátt um Skrápu tröllskessu, þriðjudaginn 14. nóvember. Hér má sjá myndir frá leiksýninigunni og af hópnum sem útbjó leikmyndina. Í lok nóvember hefjast nýjar lotur. Þá fara þau börn sem voru í tölvum í leikmyndagerð og börnin sem voru í leikmynd fara í leikræna tjáningu. Foreldrar fá boð á leiksýningu með sínu barni.

Hafnarhúsið 8. bekkur

IMG 01608.LR fór í Hafnarhús listasafns Reykjavíkur þar sem skoðaðar voru sýningarnar "Stór-Ísland" og "Tvöföldun". Listasafnið bauð upp á rútu og ferðin var því hin þægilegasta. Sýningarnar höfðu upp á margt áhugavert að bjóða og var ekki annað að heyra en nemendur væru sáttir. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

Fleiri greinar...