Skip to content

Vorverkefni í 10. bekk

Í morgun afhentu nemendur í 10. bekk  Krafti félagi ungs fólks með krabbamein 100 þúsund krónur og Umhyggju félagi langveikra barna 100 þúsund.  Þetta er ágóði af veitingasölu á vorhátíðinni og vorverkefnum sem unnin voru sl. vikur.  Þetta er vegleg upphæð miðað við höfðatölu og gaman að ljúka skólagöngunni á þennan hátt.