Skip to content

Eldvarnarvikan 3. bekkur

Nemendur í 3. bekk fengu fræðslu um eldvarnar í síðustu viku þegar þrír slökkviliðsmenn komu í heimsókn. Farið var yfir öll helstu öryggisatriði heimilanna hvað varðar eldvarnir og hvað ber að gera ef eldur kemur upp. Rúsínan í pylsuendanum var svo að fara út og skoða sjúkra- og slökkviliðsbílana.  Þessi heimsókn vekur alltaf jafn mikla lukku hjá 3. bekkingum.