Skip to content

Menntamálaráðherra í heimsókn

Guðrún Gísladóttir kennari í Vogaskóla hlaut hvatningaverðlaun heimila og skóla árið 2018.

Í tilefni þess kom  Lilja Alfreðsdóttir ráðherra  í heimsókn í Vogaskóla. Guðrún kynnti verkefnið fyrir henni og hennar samfylgdarliði. Svo var skólinn skoðaður og kennslustofur heimsóttar að ógleymdum hundinum Trölla sem vakti mikla lukku hjá öllum. Hér má sjá frétt sem birtist á heimasíðu Heimila og skóla