VOGASKÓLI 60 ÁRA

Í tilefni af 60 ára afmæli Vogaskóla á núverandi skólaári ætla nemendur og starfsfólk skólans að fagna þessum tímamótum. Það verður opið hús í skólanum laugardaginn 6. apríl næstkomandi frá kl. 13:00-15:00.
Ýmislegt verður á dagskrá og byrjum við eftir stutt ávarp frá skólastjóra á Karnivali sem Skólahljómsveit Austurbæjar stýrir. Síðar munu nemendur í 5. og 6. bekk flytja frumsamið fjöllistaverk og barnakórinn mun syngja. Skólinn býður upp á kaffi/drykk og köku.
Yfirskrift hátíðarinnar er skólinn í dag og munu allar kennslustofur vera opnar og hægt að ganga um og skoða rými. Gefið verður út veglegt afmælisblað í tilefni 60 ára afmælisins og verður það birt á heimasíðu skólans. Allir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir eldri sem yngri og foreldrar ásamt starfsfólki.
Í vikunni fyrir afmælið munum við m.a. ganga um hverfið með lúðrablæstri, faðma skólann okkar og safnast saman á skólalóðinni og syngja afmælissönginn.