Skip to content

LEGO

Nemendur í 6. bekk tóku þátt í First LEGO league á Íslandi laugardaginn 9. nóvember.  Þau kölluðu sig „The Einstein“ og stóðu sig einstaklega vel í keppninni þar sem þau voru meðal yngstu keppendanna. Þau gerðu sér lítið fyrir og voru tilnefnd fyrir bestu liðsheildina auk þess sem rannsóknarverkefnið þeirra var valið besta rannsóknarverkefnið. Geri aðrir betur. Það voru foreldrar nemanda í bekknum sem höfðu veg og vanda að skipulagningu, kennslu og þátttöku í keppninni og þökkum við þeim kærlega fyrir það.