Skip to content

Reykir 7. bekkur

Föstudagur 17. janúar kl. 10:00 Þá er komið að kveðjustund krakkanna á Reykjum. Á myndinni er verið að syngja skólabúðalagið í síðasta sinn. Mikil gleði og mikið stuð 🙂 Nemendur leggja af stað um hádegi og mun Tómas láta vita þegar komið er að Hvalfjarðargöngum. Ritari sendir þá sms á foreldra.

Fimmtudagur 16. janúar kl. 15:00 Seinasti dagurinn og stelpurnar spenntar fyrir að fá að greiða strákunum 🙂

Miðvikudagur 15. janúar kl. 17:30 Þriðji dagurinn búinn að ganga vel! Allir búnir að fá valkostinn að borða hákarl og var tekið misvel í það!

Þriðjudagur 14. janúar kl. 16:00 Fyrsta nóttin gekk vel og allir sáttir! Á myndinni má sjá umsjónarmenn yfir kaffi dagsins!

Mánudagur 13. janúar kl. 20:00 Skilaboð frá Eydísi: Dagurinn búinn að ganga mjög vel . Allir sáttir og flest allir búnir að fara í sund. Og finnst loftið mjög áhugavert þar sem ýmis hlutir festast í því !

Nemendur eru komnir að Reykjum. Allt gekk vel 🙂