Örsögusamkeppni

Í fyrstu viku samkomubannsins í Vogaskóla tóku nemendur unglingadeildar þátt í samkeppni um bestu örsöguna, sögu sem mátti ekki vera lengri en 100 orð. Góð þátttaka var í öllum bekkjum en hver árgangur valdi bestu söguna úr árganginum. Allir nemendur unglingadeildarinnar kusu síðan milli þessara sagna. Sagan Afmælisdagurinn eftir Hörpu Rósey Qingqin Pálmadóttur þótti best, fékk 14 atkvæði en í öðru sæti varð sagan Bjargvætturinn eftir Sigurð Snorra Hauksson. Bæði eru þau í 10. HM.
Afmælisdagurinn
Ég er 7 ára í dag. En ég held afmælið mitt ekki heima, það er enginn sem vekur mig með afmælissöng, enginn sem kemur með köku, engir krakkar sem koma í heimsókn, nei ekkert af því, ég er ein. Ég bíð og bíð. Loksins sé ég gráa bílinn þar sem hann keyrir hægt í áttina að mér. Bíllinn hennar mömmu. Bíllinn nemur staðar og út úr honum koma mamma, pabbi og litli bróðir Stefán. Mamma heldur á rósum og Stefán á blöðru. Þau labba hægt í áttina að mér, setjast niður og byrja að syngja afmælissönginn.
Mamma lítur upp í himininn og segir „Til hamingju með afmælið engillinn minn“.
Bjargvætturinn
Góðan dag, Sigurður heiti ég og ég var að bjarga Vogaskóla. 5. mars 2020 allir mættu í skólann eins og á öllum venjulegum dögum. Ég vaknaði 7:40 át minn morgunmat og gekk svo í skólann. Fyrsti tíminn var Danska, ég hata dönsku í rauninni hata allir dönsku en hann Leifur er bara ansi fínn dönsku kennari. Þennan dag byrjaði nýr strákur í skólanum hann hét Jói. Áður fyrr var hann í Langholtskóla og við vitum að allir þeir sem eru í Langholtskóla eru eitthvað gallaðir í kollinum. Næsti tími er samfélagsfræði ég leit á hann Jóa, bíddu hvað er hann að gera?? Hann tók upp haglabyssu og sprengdi höfuðið á honum Auðunni. Ég tók bókina mína og kastaði henni í hann Jóa og hann dó samstundis.