Skip to content

Upplestrarkeppnin í Vogaskóla

Föstudaginn 13. mars kepptu sjö nemendur úr 7. bekk í upplestri. Keppt var um sæti í lokakeppni “Stóru upplestrarkeppninnar”

Það voru þau Una Sóley, Loftur Snær, Hrafnhildur, Herdís Anna, Pétur, Katla Mist og Davíð Geir sem lásu. Þessir krakkar höfðu áður verið valin sem bestu lesararnir í 7. bekk.

Hver og einn las þrisvar sinnum. Fyrst var lesið brot úr sögu, síðan rímað ljóð og að lokum órímað ljóð.

Nemendur í 6. bekk spiluðu á hljóðfæri eftir upplesturinn og Lísa María í 7. bekk var kynnir.

Allir stóðu sig mjög vel en dómnefnd, sem var skipuð þeim Jóhönnu Thorsteinsson, Viktoríu Róbertsdóttur og Jónínu Ólöfu Emilsdóttur, ákvað að Hrafnhildur og Loftur Snær  myndu keppa í lokakeppninni sem haldin Grensáskirkju síðar í vor. Herdís Anna var valin til vara.

 Við óskum lesurunum öllum til hamingju með frábæran árangur.