Skip to content

Fjölgreindaleikar

Þriðjudaginn 1. júní og miðvikudaginn 2. júní eru fjölgreindaleikar í Vogaskóla. Þá er nemendum skipt í hópa þvert á árganga. Þeir fara á milli mismunandi stöðva og leysa skemmtilegar þrautir. Boðið verður upp á nesti í nestistíma þannig að nemendur þurfa ekki að koma með nesti að heiman nema fyrir hádegið ef þeir eru ekki í mataráskrift.  Nemendur í eldri bekkjum eru fyrirliðar í hópnum og er iðulega mikil tilhlökkun yfir því hlutverki.