Skip to content

Frábærir fjölgreindarleikar

Fjölgreindarleikarnir hafa aldeils fest sig í sessi hér í Vogaskóla. Hér bíða nemendur eftir þessum skemmtilegu dögum og það er aldrei betri mæting nemenda enda gríðarlega skemmtilegir dagar. Flottir fyrirliðar leiddu sinn hóp á 14 stöðvar annan daginn og aðrar 14 stöðvar hinn daginn. Mikil gleði og mikið gaman.