Skip to content

Hurðaskreytingakeppni

Undanfarin ár hafa hurðaskreytingar verið hluti af aðventudagskrá Vogaskóla. Um það leyti sem hinn víðfrægi jólagluggi skólans er settur upp fara nemendur að viða að sér hugmyndum að skreytingum. Margir bekkir leggja á sig mikla vinnu við skreytingarnar enda gott að gleðjast að afloknu góðu verki. Dómnefnd velur svo bestu skreytinguna og verðlaunin eru kakó og súkkulaðikaka fyrir bekkinn. Verðlaunahurðina í ár gerði bekkurinn 10 JHB.