Skip to content

9. bekkur tók þátt í keppninni Ungt umhverfisfréttafólk

Í nóvember og desember hafa nemendur í 9. bekk verið að vinna verkefni sem þau munu senda inn í keppnina Ungt umhverfisfréttafólk. Keppnin er haldin í 44 löndum, víðsvegar um heiminn. Markmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt fólk til þess að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings. 9. desember héldu krakkarnir kynningar á verkefnunum sínum fyrir kennara og nemendur í 8. bekk. Verkefnin voru mjög áhugaverð og margir nemendur lögðust í djúpa rannsóknarvinnu og jafnvel tilraunir. Meðal viðfangsefna var rannsókn á matarsóun í skólanum, rannsókn á súrnun sjávar, heimildamynd um plastmengun í hafinu og bók um minimalisma „Hlutir og hamingja“.