Skip to content

Loftslagsþing í Ráðhúsinu

Fjórir nemendur úr unglingadeild Vogaskóla fóru á Loftslagsþing í Ráðhúsinu í dag. Þingið var haldið af Reykjavíkurborg og Landvernd fyrir alla grunnskóla í Reykjavík. Á þinginu fengu nemendur fræðslu og hvatningu frá m.a. Degi borgarsthóra, Guðna forseta, Sævari Helga Bragasyni og Ungum umhverfissinnum. Ásamt því lögðu nemendurnir drög að markmiðum og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum fyrir Vogaskóla. Krökkunum fannst þingið afskaplega fræðandi og skemmtilegt að ræða um framtíðina við nemendur úr öðrum skólum.