Öskudagur

Það var mikið fjör í Vogaskóla á öskudaginn. Nemendur mættu í búningum og skemmtu sér saman. Dönsuðu, spiluðu, slógu köttinn úr tunnunni og enduðu svo stuttan daginn í pizzaveislu. Kisur, hundar, álfaprinsessur og bardagahetur voru til fyrirmyndar og skemmtu sér konunglega.