Hverfisskipulag í Laugardalnum

Nemendur í 6. bekk í Vogaskóla hafa unnið að skipulagningu síns hverfis. Í samstarfi við alla grunnskóla í borgarhlutanum byggja grunnskólabörn módel af sínu skólahverfi. Grunnskólabörnin taka svo þátt í samtali og samráði um framtíðarsýn fyrir þeirra hverfi. Þau leggja meðal annars miða með ábendingum og athugasemdum á módel sem þau hafa gert. VIrkilega skemmtilegt verkefni.