Skip to content

Lokahátíð Upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Upplestrarkeppninnar var haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 30. mars. Þar kepptu 14 fulltrúar úr skólum Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Fulltrúar Vogaskóla  voru þeir Alexander Arnar og Óðinn,  sem báðir stóðu sig frábærlega. Þeir höfðu, ásamt Kötlu, sem var varamaður, æft sig samviskusamlega fyrir keppnina. Keppninni lauk þannig að Óðinn lenti í 2. sæti.

Við í Vogaskóla erum mjög stolt af þessum fulltrúum okkar.