Skip to content

Barnamenningarhátíð 2022 í Reykjavík verður haldin 5. – 10. apríl 2022

Opnunarviðburðurinn verður haldinn með pompi og prakt í Eldborgarsalnum í
Hörpu þar sem 4. bekkir borgarinnar koma og njóta menningar sem er sérsniðin
fyrir börn.
Þema hátíðarinnar í ár er gleði og hvernig við sköpum gleði. Eftir æðruleysi,
þrautseigju og seiglu síðustu tveggja ára eigum við það öll skilið að gleðjast og
njóta lífsins. Um leið er gott að skoða vel hvað það er sem veitir okkur sjálfum,
öðrum og heiminum gleði. Víðsvegar um borgina verða skemmtilegir viðburðir
alla vikuna og helgina.

Nemendur í Vogaskóla eiga verk á sýningum hátíðarinnar. Í Kaffi Flóru í
Grasagarðinum í Laugardal sýna nemendur 5. bekkjar skúlptúra og myndverk
byggð á hugmynd um lífríki sveppa. Í Borgarbókasafni í Grófinni sýna nemendur
1. og 3. bekkjar teikningar og leynilífverur sem búa neðanjarðar. Í
Sjóminjasafninu á Granda sýna nemendur 6. bekkjar verk unnið út frá lífríki
sjávar og fisktegunda við Ísland.
Hér má nálgast dagskrá Barnamenningarhátíðar
https://barnamenningarhatid.is
Við hvetjum ykkur til að gefa ykkur tíma til að njóta dagskrár hátíðarinnar og
gleðjast með nemendunum.