Upplestrar keppnin

Föstudaginn 3. mars kepptu átta nemendur úr 7. bekk í upplestri. Keppt var um sæti í lokakeppni “Upplestrarkeppninnar”
Það voru þau Hrafnhildur, Steinhildur, Malena, Arnar Óli, Árni Gauti, Jón Grétar, Steindór og Styrmir sem lásu. Þessir krakkar höfðu áður verið valin sem bestu lesararnir í 7. bekk.
Hver og einn las þrisvar sinnum. Fyrst var lesið brot úr sögu, síðan rímað ljóð og að lokum órímað ljóð. Ingi í 7. bekk var kynnir keppninnar.
Nemendur í 6. bekk spiluðu á hljóðfæri eftir upplesturinn á meðan dómnefnd komst að niðurstöðu.
Keppnin var mjög jöfn og allir lesarar stóðu sig mjög vel. Dómnefnd, sem var skipuð þeim Kristjönu Skúladóttur, Guðrúnu Helgu Gunnarsdóttur og Báru Elíasdóttur, ákvað að Steindór og Jón Grétar myndu keppa í lokakeppninni sem haldin verður í Grensáskirkju þann 22. mars. Steinhildur var valin til vara.
Við óskum lesurunum öllum til hamingju með frábæran árangur.