Skip to content

Vogaskóli í 1. sæti

Lokahátíð upplestrarkeppninnar – Steindór  í 1. sæti!

Lokahátíð Upplestrarkeppninnar var haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 22. mars. Þar kepptu  fulltrúar úr skólum Laugardals, Háaleitis og Bústaða.

Fulltrúar Vogaskóla  voru þeir Jón Grétar Gunnarsson og Steindór G. Einarsson  sem báðir stóðu sig frábærlega. Þeir höfðu, ásamt Steinhildi Rós, sem var varamaður, undirbúið sig vel fyrir keppnina.

Óðinn Magnússon sem lenti í 2. sæti árið 2022 var einn að kynnum keppninnar og gerði það með sóma.

Skáld keppninnar voru Gunnar Helgason og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.

Keppnin fór þannig að fulltrúi frá Laugalækjarskóla var í þriðja sæti, Breiðagerðisskóli var í öðru sæti og Steindór G. Einarsson úr Vogaskóla bar sigur úr býtum.

Við í Vogaskóla erum mjög stolt af þessum fulltrúum okkar.