Skip to content

Læsis fimman

Í 2.bekk erum við nýbyrjuð að vinna með Læsis fimmuna þar sem við æfum okkur að lesa og skrifa. Læsis fimman skiptist í fimm þætti og nemendur eru að æfa fyrsta þáttinn sem er Sjálfstæður lestur. Við höfum verið að æfa vinnubrögð og eru nemendur mjög duglegir að sækja bókakassann sinn þegar hljóðmerkið heyrist og fara á sinn stað og lesa í hljóði þar til hljóðmerkið heyrist aftur.

Verkefnin í Læsis fimmunni eru sjálfstæður lestur, ritun, hlustun, félagalestur og orðavinna.