Húrra Vogaskóli

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 16. apríl. Nemendur Vogaskóla stóðu sig vel og tveir nemendur unnu til verðlauna. Nemendurnir voru í 1. og 5. sæti. Hér má smá frétt sem birtist á heimasíðu MR Grunnskólakeppnin í stærðfræði – Menntaskólinn í Reykjavík (mr.is)
Þess má líka geta að fjórir nemendur úr 8. bekk í Vogaskóla kepptu til úrslita í Pangea stærðfræðikeppninni í MH á laugardaginn og stóðu þeir sig allir mjög vel. Hamingjuóskir til nemenda og kennara með frábæran árangur.