Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Stærðfræðiverkefni hjá 9. bekk

IMG 0012Undanfarna viku hafa nemendur í 9.bekk unnið með verkefni tengd Perlunni í rúmmálsfræði. Þeir reiknuðu raunstærð tankana, rúmmál og yfirborðsflatarmál allrar byggingarinnar út frá teikningum frá Byggingarfulltrúa.  Þeir fundu út hversu mikið vatn rúmast í hverjum tanki fyrir sig og reiknuðu m.a. út meðalvatnsnotkun hvers einstaklings á ári ásamt því að gera líkan af Perlunni.   Að lokum var farið í heimsókn í Perluna og hún skoðuð í krók og kima. Fleiri myndir í myndasafni.