Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Stóra upplestrarkeppnin

brbr

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Grensáskirkju þriðjudaginn 20. mars. Þar kepptu fulltrúar 7. bekkinga úr skólum Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Fulltrúar Vogaskóla  voru þau Brynja Jóhannsdóttir og Brynjar Hauksson,  sem stóðu sig frábærlega. Þau höfðu, ásamt Elínu Freyju Andradóttur, sem var varamaður, æft sig samviskusamlega fyrir keppnina. Keppninni lauk þannig að Brynja Jóhannsdóttir lenti í 3. sæti.

Við í Vogaskóla erum mjög stolt af þessum fulltrúum okkar.