Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Hafnarhúsið 8. bekkur

IMG 01608.LR fór í Hafnarhús listasafns Reykjavíkur þar sem skoðaðar voru sýningarnar "Stór-Ísland" og "Tvöföldun". Listasafnið bauð upp á rútu og ferðin var því hin þægilegasta. Sýningarnar höfðu upp á margt áhugavert að bjóða og var ekki annað að heyra en nemendur væru sáttir. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

WOW verkefni Vogaskóla

ÞingvellirÍ síðustu viku heimsóttu góðir gestir Vogaskóla. Þetta voru níu nemendur frá Finnlandi og sex frá Galisíu á Spáni sem voru hér ásamt kennurum sínum að vinna í Erasmus+ verkefni. Verkefnið er allt unnið á ensku og heitir WOW, Words over Walls, the value of experience sem mætti kannski þýða „Sögur sameina fólk. Um gildi reynslunnar“. Í Vogaskóla taka 12 nemendur þátt í verkefninu í vetur og gistu gestir hjá þeim þessa viku. 

WOW-verkefnið miðar að því að auka umburðarlyndi og skilning milli manna og aðferðin byggist á því að nemendurnir taka viðtöl við eldri borgara sem miðla þeim af reynslu sinni. Viðtölin verða síðan kveikja eða uppspretta að persónum í sögu sem nemendur skrifa í samvinnu við nemendur frá hinum löndunum. Þetta kallast collaborative writing á ensku, samvinnuskrif gæti náð þessu á íslensku. Megináherslan á flutninga enda margir í stöðu flóttamanna í Evrópu þessi misserin og að reyn að laga sig að lífinu í nýju landi.

Dagskrá heimsóknarinnar var stíf. Á morgnanna og fram eftir degi var unnið að verkefninu en síðdegis var farið á söfn eða í ferðir til að gestirnir fengju að kynnast landi okkar og menningu sem best. Eftir að skipulagðri dagskrá lauk tóku íslensku nemendurnir og fjölskyldur þeirra við gestunum og báru ábyrgð á þeim. Í vetur heimsækja okkar nemendur svo bæði Finnland og Galisíu, sjö 10. bekkingar fara til Finnlands í febrúar og fimm 9. bekkingar til Galisíu í apríl.

Næsta vetur endurtökum við svo leikinn og þá auglýsum við eftir nýjum nemendum í verkefnið í 9. og 10. bekk. Hér má sjá fleiri myndir.

Rithöfundur í heimsókn

IMG 0250Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason heimsótti sinn gamla skóla, Vogaskóla, nú í vikunni. Hann las valda kafla úr nýjustu bók sinni „Amma best“.fyrir nemendur í 4. – 8. bekk.  Þetta er þriðja bókin í þessum  flokki. Nemendur skemmtu sér vægast sagt vel og var mikið hlegið þegar Gunnar las úr bókinni með tilþrifum.

Evrópski tungumáladagurinn

DSC 0060Við fengum góða heimsókn frá nemendum í MS á Evrópska tungumáladaginn. Þeir hittu Vogaskólanemendur í 1. bekk og kenndu þeim nokkur orð í ensku, dönsku, frönsku og þýsku. Skemmtileg samvinna tengd þessum degi. Hér má sjá fleiri myndir og hér eru nánari upplýsingar um þennan dag.

Norræna skólahlaupið

"DSC 0103Norræna skólahlaupið var í Vogaskóla í dag, mánudaginn 18. september. Hlaupinn var hringur í Vogahverfinu. Vinabekkirnir hlupu saman. Allir stóðu sig vel, voru jákvæðir og lögðu sig fram. Hér má sjá myndir sem teknar voru af nemendum.

Fleiri greinar...