Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Bóndi í heimsókn hjá 7. bekk

IMG 0051Berglind, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, heimsóttu nemendur í  7. bekk. Hún fræddi þá um hið daglega líf á stóru kúabúi og fengu nemendur tækifæri til að kynnast sveitalífinu í gegnum myndir og myndbönd sem hún hefur tekið á bænum sínum í gegnum tíðina. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn og nemendur voru afar áhugasamir. Hver veit nema nokkrir verðandi bændur leynist í hópnum? Myndir í myndasafni.

Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og vetrarfrí

Vikan 12. - 16. febrúar

Information in English

Mánudagur 12. febrúar - Bolludagur, nemendur mega kom með bollu í skólann. Hefðbundinn skóladagur.

Þriðjudagur 13. febrúar - Sprengidagur, saltkjöt og baunir í matinn. Hefðbundinn skóladagur.

Miðvikudagur 14. febrúar - Öskudagur, allir að mæta í búningum, sveigjanlegur skóladagur.

Fimmtudagur 15. febrúar - Vetrarfrí. Skólinn lokaður.

Föstudagur 16. febrúar - Vetrarfrí. Skólinn lokaður.

100 daga hatíð hjá nemendum í 1. bekk

IMG 0030100 daga hátíðin var föstudaginn 2. febrúar hjá 1. bekk og það var mikið húllum hæ 😉 Börnin höfðu búið til gleraugu úr tölunni 100 og kramarhús í síðustu viku með vinum sínum í 10. bekk. Við byrjuðum hátíðina á því að gera 10 x10 æfingar og svo var haldið í salinn. Þar töldum við alls konar góðgæti í kramarhúsið, 10 af hverju þar til við vorum komin upp i 100. Við vorum með tónlist og dkisco ljós í salnum á meðan, það var mikið fjör 😊 Eftir salinn var farið upp, horft á myndinda 101 dalmatíuhundur og góðgætið borðað. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

Stærðfræðiverkefni hjá 9. bekk

IMG 0012Undanfarna viku hafa nemendur í 9.bekk unnið með verkefni tengd Perlunni í rúmmálsfræði. Þeir reiknuðu raunstærð tankana, rúmmál og yfirborðsflatarmál allrar byggingarinnar út frá teikningum frá Byggingarfulltrúa.  Þeir fundu út hversu mikið vatn rúmast í hverjum tanki fyrir sig og reiknuðu m.a. út meðalvatnsnotkun hvers einstaklings á ári ásamt því að gera líkan af Perlunni.   Að lokum var farið í heimsókn í Perluna og hún skoðuð í krók og kima. Fleiri myndir í myndasafni.

Fleiri greinar...