Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Vinaliðanámskeið í Vogó

IMG 0196Vinaliðanámskeið var haldið fyrir vinaliða Vogaskóla í vikunni. Alltaf mikið stuð á þessum námskeiðum..

Fjórði bekkur í bíó Paradís og bæjarferð

84. bekkur skellti sér í Bíó Paradís í vikunni og tóku stutta gönguferð í bænum í leiðinni.

Pí dagurinn og stæðrfræðikeppni

2Nemendur unglingadeildar hafa verið mjög virkir í stærðfræði síðustu vikur.  Þrjátíu nemendur í 8. – 10. bekk tóku þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna sem haldin var í MR sl. þriðjudag.  Nemendur í 8. og 9. bekk tóku á dögunum þátt í alþjóðlegri stærðfræðikeppni sem nefnist Pangea.  Einn nemandi komst áfram í þriðju umferð, Jón Emil Rafnsson í 8. L.R.  Hann tekur þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í MH nk. laugardag.

Að sjálfsögðu héldum við alþjóðlega Pí-daginn hátíðlegan með Pí-kökum og umræðum um þessa merkilegu stærð π.

Lestrarhestar

snoiGlaðir lestrarhestar tóku þátt í Jólasveinalestri, markmiðið var að hvetja til yndislesturs í jólafríinu. 🙂 Þetta var samstarf Menntamálastofnunar og skólasafnanna. Hér má sjá frétt um þetta skemmtilega verkefni. 

Upplestrarkeppnin

IMG 0191Föstudaginn 2. mars kepptu sjö nemendur úr 7. bekk í upplestri. Keppt var um sæti í lokakeppni “Stóru upplestrarkeppninnar”

Það voru þau Brynja Jóhannsdóttir, Jóhannes Kári Sigurðsson, Friðrik Leó Curtis, Brynjar Hauksson, Breki Steinn Þorláksson, Elín Freyja Andradóttir og Andrea Arna Gylfadóttir sem lásu. Þessir krakkar höfðu áður verið valin sem bestu lesararnir í 7. bekk.

Hver og einn las þrisvar sinnum. Fyrst var lesið brot úr sögu, síðan rímað ljóð og að lokum órímað ljóð.

Nemendur í 6. bekk spiluðu á hljóðfæri eftir upplesturinn.

Allir lesarar stóðu sig mjög vel en dómnefnd, sem var skipuð þeim Sigrúnu Björnsdóttur, Guðrúnu Jóhannsdóttur og Valgeiri Daða Einarssyni, ákvað að þau Brynja og Brynjar  myndu keppa í lokakeppninni sem haldin verður í Grensáskirkju þann 20. mars. Elín Freyja var valin til vara.

Við óskum lesurunum öllum til hamingju með frábæran árangur.

Fleiri greinar...