Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Dagur stærðfræðinnar í unglingadeild

stae2Í tilefni af Degi stærðfræðinnar var kennsla brotin upp í unglingadeildinni í dag.  Krökkunum var skipt í hópa þvert á bekki og árganga og glímt var við mismunandi verkefni.  Þema dagsins var þríhyrningur og öll vinna krakkanna tók mið af því.  Verkefnin voru m.a. fata- og húsgagnahönnun, kúluhús, púsluspil og listaverk sem byggðist á þríhyrningum.  Þetta verkefni var unnið í samstarfi við Menntaskólann við Sund og voru tveir kennarar og u.þ.b. 20 nemendur úr MS með í vinnunni.  Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Myndir má sjá í myndasafninu.

Íþróttaval í boltaleik

leikf1Nemendur í íþróttavali Vogaskóla hafa að undanförnu verið að þróa nýja tegund af fótbolta, þar sem spilað er með bolta sem er 60 cm í þvermál, venjulegur fótbolti er um 20 cm í þvermál. Þetta er mun hægari bolti en aflið er mun meira sem þarf að beita við að sparka og stöðva boltann en við venjulegan bolta.
Lesa >>

Skólahljómsveit Austurbæjar

skolaus1Skólahljómsveit Austurbæjar heimsótti okkur á fimmtudaginn var og spilaði fyrir okkur nokkur lög, m.a. lög úr kvikmyndum, sem var mjög skemmtilegt.

Þorradagur

thorri1Þriðjudaginn 27. janúar var "þorradagur" hjá okkur í Vogaskóla. Þorrasmakk
var á boðstólnum í hádeginu og við sungum lög tengd þorranum.
Nemendur mættu margir hverjir í lopapeysum og/eða lopasokkum.

Skák og mát

skak1Í 4. – 6. bekk verður nú boðið upp á námskeið í skák 2-3 kennslustundir næstu vikurnar og verður því komið fyrir á stundatöflu þar sem hentar hverjum hópi fyrir sig. Það er mikill skákáhugi hjá krökkunum og er þessi íþrótt frábær hugarleikfimi. Farið verður í grunninn, mannganginn og helstu byrjanir. Hver veit nema Vogaskóli lumi á skáksnillingi??? Ekki vantar áhugann í fyrsta tímanum eins og sjá má á myndunum

Kveðja,Heimir.

Fleiri greinar...