Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Lúsíur

lusiÞað var fallegur hópur nemenda í 6. bekk sem var í aðalhlutverki Lúsíuhátíðar sem haldin var í Vogaskóla, föstudaginn 12. desember. Börnin stóðu sig frábærlega í söng og hljóðfæraleik. Fleiri myndir er að finna í myndasafni.

Aðventustund í unglingadeild

advent1Sú nýbreytni var tekin upp í unglingadeildinni að halda svokallaða aðventustund.  Þá kom allt unglingastigið saman í Skálanum þar sem boðið var uppá skemmtiatriði frá krökkunum sjálfum.  Þar kom fram hljómsveitin Blanco sem er skipuð nemendum úr Vogaskóla og Langholtsskóla, 8. og 9. bekkingar fluttu leikþætti, Stuðbandið Bára flutti nokkur lög og áður en allur hópurinn söng saman nokkur jólalög söng Kristín Anna jólalag við undirleik nokkurra skólafélaga. 
Lesa >>

"Út að borða" með skólastjóranum

maturÞau Guðlaugur Darri í 3. BH og Björk í 1. GNG duttu heldur betur í lukkupottinn í jólahappdrætti foreldrafélagsins þegar þau unnu "út að borða" með skólastjóranum í jólamat Vogaskóla þann 10. desember. Eins og sjá má á myndunum var þetta hátíðleg stund og ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér vel. Laughing

Lísa og jólasveinninn

lisaÞriðjudaginn 10. desember kom Lukkuleikhúsið í heimsókn til nemenda í 1. - 4. bekk með leiksýninguna Lísa og jólasveinninn. Nemendur kunnu vel að meta þessa skemmtilegu uppákomu.

Myndmennt - 8. bekkur

epliGlæsileg jólaepli og jólakúlur úr leir hjá drengjunum í 8. bekk sem þeir hafa unnið í myndmenntasmiðju í desember. Sjá myndir í myndasafni.

Fleiri greinar...