Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Kirkjuferð

kirk1Fimmtudaginn 18. desember gengu nemendur Vogaskóla fylktu liði með kyndla í Langholtskirkju. Þar tók sr. Jón Helgi á móti okkur. Hann flutti hugvekju, kór Vogaskóla söng undir stjórn Ágústu Jónsdóttur og Jónína skólastjóri ávarpaði nemendur.

Lúsíuhátíð í Múlabæ

mula1Það er árlegur viðburður að 6. bekkur haldi Lúsíuhátið í Múlabæ, dagvistun fyrir aldraða. Það voru glaðir nemendur sem sungu fyrir eldri borgarana. Eftir sönginn settust þeir yngri hjá þeim eldri og spjölluðu um heima og geima.

Tarzanleikur

tarz1Það er árlegur viðburður í Vogaskóla að hafa Tarzanleik í síðasta leikfimitíma fyrir jól og er góð hefð og fellur vel í kramið hjá öllum aldurshópum. Við höfum núna undanfarin 2 ár verið með vinabekkina saman í leiknum þannig að allir aldurshópar koma saman. Gleðin er í fyrirrúmi og gaman að sjá hversu þau eldri hugsa um þau yngri. Myndirnar segja sitt!

Gleðileg jól, íþróttakennarar.

Smíðatímar

smidiÍ myndasafnið okkar er búið að setja inn myndir sem teknar voru í smíðatímum. Glæsileg listaverk sem nemendur hafa gert.

Lúsíur

lusiÞað var fallegur hópur nemenda í 6. bekk sem var í aðalhlutverki Lúsíuhátíðar sem haldin var í Vogaskóla, föstudaginn 12. desember. Börnin stóðu sig frábærlega í söng og hljóðfæraleik. Fleiri myndir er að finna í myndasafni.

Fleiri greinar...