Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Lísa og jólasveinninn

lisaÞriðjudaginn 10. desember kom Lukkuleikhúsið í heimsókn til nemenda í 1. - 4. bekk með leiksýninguna Lísa og jólasveinninn. Nemendur kunnu vel að meta þessa skemmtilegu uppákomu.

Myndmennt - 8. bekkur

epliGlæsileg jólaepli og jólakúlur úr leir hjá drengjunum í 8. bekk sem þeir hafa unnið í myndmenntasmiðju í desember. Sjá myndir í myndasafni.

Heimsókn Skólahljómsveitar Austurbæjar

skol1Föstudaginn  5. desember komu nemendur í Skólahljómsveit Austurbæjar í heimsókn og spiluðu nokkur lög fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Það var mjög skemmtilegt að fá þau í heimsókn og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Danssýning

dari1Stelpurnar í Darí Darí dansflokknum heimsóttu okkur í Vogaskóla þriðjudaginn 2. desember og sýndu öllum nemendum skólans dans. Fleiri myndir má finna í myndasafni.

Óvissuferð í 7. FR

vifil1Fimmtudaginn 27.nóvember fór 7. FR í óvissuferð og var Vífilfell svo almennilegt að opna dyr sínar fyrir hópnum. Nemendur kynntust framleiðsluferlinu og sáu vélar og menn að störfum. Að lokinni sýnisferð um framleiðslusali fyrirtækisins fengu nemendur að smakka á framleiðslunni og rann hún ljúflega niður. 7. FR færir Vífilfelli og starfsfólki þess kærar þakkir fyrir höfðinglegar móttökur.

Fleiri greinar...