Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Uppákoma hjá 3. bekk

3buppÞað kom í hlut 3. bekkjar að sjá um skemmtiatriði á sal, föstudaginn 21. nóvember. Börnin léku "Átján barna faðir í álfheimum". Síðan lásu þau ævintýrið "Svona fer fyrir hrekkjusvínum" og sýndu myndir á glærum. Að lokum var frumflutt leikritið "Augun sem hurfu".

Diskótek á miðstigi

diskoMiðvikudagskvöldið 19. nóvember var haldið ball fyrir 6. og 7. bekk og mætingin var frábær. Þemað var ,,frægt fólk" og margir lögðu mikla vinnu í búninga sína. Hægt var að sjá Michael Jackson, Christina Aguilera, James Bond og marga fleiri. Það var mikið dansað og krakkarnir skemmtu sér vel og höfðu gaman. Öll umgengni og framkoma var að sjálfsögðu til fyrirmyndar og gaman að fylgjast með þeim. Sjá myndir í myndasafni.

Skrekkur 2008

skre2Vogaskóli tók þátt í Skrekk, miðvikudaginn 12. nóvember. Dagurinn hófst með sýningu fyrir nemendur í 6. - 10 bekk og foreldra þeirra barna sem voru í sýningunni.
Lesa >>

Íslenskuverðlaun menntaráðs

islmennt1Tveir nemendur úr Vogaskóla fengu viðurkenningu á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember en það voru þau Úlfar Örn Kristjánsson í 10. ÁH og Ragnheiður Benónísdóttir í 9. ÁP. Þau hafa sýnt mikla færni í frumleika við að tjá sig á íslensku í ræðu og riti. Sjá myndir.

Dagur íslenskrar tungu

tunga1Í tilefni af degi íslenskrar tungu unnu nemendur í 8. - 10. bekk verkefni sem tengdust málsháttum og dægurlagatextum. Þeir léku málshætti og samnemendur áttu að geta hvaða málshátt væri verið að leika. Þeir kynntu sér íslenska dægurlagatexta og völdu góða og slæma texta. Hér má sjá myndir af nemendum.

Fleiri greinar...