Matseðill

Vefpóstur
Mentor
Umsókn um leyfi

Bókakynning fyrir 5. og 6. bekk

upp1Miðvikudaginn 26. nóvember kom Gerður Kristný og las fyrir nemendur í 5. og 6. bekk úr nýútkominni bók sinni "Garðurinn". Nemendur voru mjög áhugasamir og hlustuðu vel. Að lestrinum loknum svaraði Gerður fjölmörgum spurningum krakkanna. Hér má sjá myndir.

Heimsókn í Seðlabanka Íslands

s1Nemendur í valgreininni „Unglingurinn og fjármálin“ heimsóttu Seðlabanka Íslands þar sem vel var tekið á móti nemendum og þeir fræddir um þróun peningamála hér á landi. Margt fróðlegt bar fyrir augu nemenda en áhugaverðast þótti þeim að prófa gagnvirkan hermileik þar sem þeim bauðst að sigla þjóðarskútunni. Sumir sigldu henni í strand á mettíma en öðrum tókst nokkuð vel til og voru farnir að ræða það að taka við þjóðarskútunni. Sjá myndir hér.

Slökkviliðið heimsótti 3. bekk

slÞriðjudaginn 25. nóvember kom slökkviliðið í heimsókn í 3. bekk. Nemendur fengu fræðslu um eldvarnir, skoðuðu sjúkrabíl og slökkvibíl. Allir skemmtu sér konunglega og við þökkum kærlega fyrir komuna.

Uppákoma hjá 3. bekk

3buppÞað kom í hlut 3. bekkjar að sjá um skemmtiatriði á sal, föstudaginn 21. nóvember. Börnin léku "Átján barna faðir í álfheimum". Síðan lásu þau ævintýrið "Svona fer fyrir hrekkjusvínum" og sýndu myndir á glærum. Að lokum var frumflutt leikritið "Augun sem hurfu".

Diskótek á miðstigi

diskoMiðvikudagskvöldið 19. nóvember var haldið ball fyrir 6. og 7. bekk og mætingin var frábær. Þemað var ,,frægt fólk" og margir lögðu mikla vinnu í búninga sína. Hægt var að sjá Michael Jackson, Christina Aguilera, James Bond og marga fleiri. Það var mikið dansað og krakkarnir skemmtu sér vel og höfðu gaman. Öll umgengni og framkoma var að sjálfsögðu til fyrirmyndar og gaman að fylgjast með þeim. Sjá myndir í myndasafni.

Fleiri greinar...