Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

.....og rauðan skúf, í peysu...

skuf13. bekkur bjó til rauða skúfa í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Svona var farið að:

Lesa >>

Nýja skólalóðin

uti1Börnin í Vogaskóla eru mjög ánægð með nýju leiktækin sem búið er að setja upp á skólalóðina og eru dugleg að leika sér úti. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í útiveru í nóvember. 

Litrík málverk í 3. og 4. bekk

lif1Tilraun með litablöndun í vatni vakti mikla ánægju hjá krökkunum í 3. og 4. bekk. Það þarf talsverða þolinmæði og mikla samvinnu til að allt gangi upp í þessu verkefni - og allt gekk vel. Frábærar myndir urðu til eins og sjá má hér. Það er virkilega gaman að vinna með svona áhugasömum ungum listamönnum.

Danssýning unglingadeildar Vogaskóla.

d1Þriðjudaginn 11. nóvember héldu nemendur unglingadeildarinnar danssýningu fyrir alla nemendur skólans.  Þessi sýning var afrakstur verkefnis sem dansararnir Guðrún Óskarsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir og Katla Þórarinsdóttir unnu með krökkunum í haust. 
Lesa >>

Jafnréttisverkefni Vogaskóla

jafn1Börnin í 4. bekk eru að vinna verkefni sem heitir Jafnrétti kynjanna frá landnámi til vorra daga. Börnin eru að búa til söguramma og vinna einnig ýmis ritunarverkefni. Einnig blandast heimavinna þeirra inn í verkefnið. Börnin standa sig mjög vel og er óhætt að segja að verkefnið sé mjög skapandi og flott hjá þeim. Hér má sjá myndir frá vinnu nemenda og hægt er að fylgjast með verkefninu hér.

Fleiri greinar...