Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Danssýning unglingadeildar Vogaskóla.

d1Þriðjudaginn 11. nóvember héldu nemendur unglingadeildarinnar danssýningu fyrir alla nemendur skólans.  Þessi sýning var afrakstur verkefnis sem dansararnir Guðrún Óskarsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir og Katla Þórarinsdóttir unnu með krökkunum í haust. 
Lesa >>

Jafnréttisverkefni Vogaskóla

jafn1Börnin í 4. bekk eru að vinna verkefni sem heitir Jafnrétti kynjanna frá landnámi til vorra daga. Börnin eru að búa til söguramma og vinna einnig ýmis ritunarverkefni. Einnig blandast heimavinna þeirra inn í verkefnið. Börnin standa sig mjög vel og er óhætt að segja að verkefnið sé mjög skapandi og flott hjá þeim. Hér má sjá myndir frá vinnu nemenda og hægt er að fylgjast með verkefninu hér.

Lautarferð hjá 4. bekk

laut1Mánudaginn 10. nóvember fóru nemendur í 4. bekk sem eru í heimilisfræði í lautarferð í Laugardalinn. Þar borðuðu þau nesti , gáfu öndunum brauð og föðmuðu tré. Veðrið var gott og börnin yndisleg eins og sjá má á myndunum.

 

Stærðfræðiverkefni í 2. bekk

stae1Í stærðfræði voru krakkarnir í 2.ÁJ að vinna með peninga. Margir opnuðu búð og seldu skólabækurnar sínar og sumir gengu svo langt að selja nestið sitt! Hér eru fleiri myndir af þessum flottu krökkum.

Samvinna hjá 6. og 7. bekk

img_2379Nemendur í 6. og 7. bekk vinna saman eina kennslustund á viku. Þá skiptast þeir í fjóra hópa. Viðfangsefnin eru margvísleg, þessar vikurnar hafa þeir verið í skák, félagsvist, skrautskrift og gert smáalbúm. Allir hafa gaman af eins og sjá má á myndunum.

Fleiri greinar...