Posts by Stjornandi
Vogaskóli í 1. sæti
Lokahátíð upplestrarkeppninnar – Steindór í 1. sæti! Lokahátíð Upplestrarkeppninnar var haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 22. mars. Þar kepptu fulltrúar úr skólum Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Fulltrúar Vogaskóla voru þeir Jón Grétar Gunnarsson og Steindór G. Einarsson sem báðir stóðu sig frábærlega. Þeir höfðu, ásamt Steinhildi Rós, sem var varamaður, undirbúið sig vel fyrir keppnina. Óðinn…
NánarUpplestrar keppnin
Föstudaginn 3. mars kepptu átta nemendur úr 7. bekk í upplestri. Keppt var um sæti í lokakeppni “Upplestrarkeppninnar” Það voru þau Hrafnhildur, Steinhildur, Malena, Arnar Óli, Árni Gauti, Jón Grétar, Steindór og Styrmir sem lásu. Þessir krakkar höfðu áður verið valin sem bestu lesararnir í 7. bekk. Hver og einn las þrisvar sinnum. Fyrst var lesið brot…
NánarNæsta vika/next week
Mánudaginn 20. febrúar er bolludagur. Þann dag mega nemendur koma með bollu að heiman í nesti. Miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur. Það er skertur skóladagur og hér má sjá dagskrá öskudags. Við hvetjum alla til að mæta í búningum. Fimmtudag og föstudag er vetrarleyfi. Þá daga er skólinn lokaður. Next week will be short at…
NánarMiðlalæsis- vika 13. – 17. febrúar
Vikan 13. – 17. febrúar er árleg fræðsluvika þar sem lögð er áhersla á vitundarvakningu um mikilvægi upplýsinga- og miðlalæsis. Miðlalæsi.is – glæný vefsíða sem mun halda utan um fræðsluefni varðandi upplýsinga- og miðlalæsi og vera með tengla á tengdar síður. Þar er að finna nánari upplýsingar um fræðsluvikuna.
NánarForeldra- viðtalsdagur 8. febrúar
Miðvikudaginn 8. febrúar verða foreldraviðtöl í Vogaskóla. Nemendur mæta með foreldrum sínum í boðuð viðtöl. Kaffihúsastemning verður í Salnum þar sem vöfflusala fer fram til styrktar nemendum í 7. bekk sem fara að Reykjum í næsta mánuði.
Nánar100 daga hátíð!
Nemendur í 1. bekk héldu upp á það í síðustu viku að 100 dagar eru búnir af skólaárinu. Það var mikil gleði og mikið gaman hjá nemendum þegar þeir töldu 100 stykki af góðgæti í pokana sína.
NánarEldvarnarvika
Í tilefni af eldvarnarviku í nóvember heimsótti slökkviliðið nemendur í 3. bekk og fræddi þau um öryggsatriði tengd eldvörnum. Allaf mikil spenna að skoða bílana í lok fræðslunnar.
NánarUpplestur fyrir miðstigið
Bjarni Fritzson kom og las uppúr nýjustu bók sinni um Orra óstöðvandi og Sölku, fyrir miðstigið
NánarDagur íslenskrar tungu
Upplestrarkeppnin í 4. og 7. bekk var sett á degi íslenskrar tungu. Nemendur í 7. bekk voru með frábært atriði tengt Jónasi Hallgrímssyni sem nemendur í 4. og 7. bekk horfðu á.
NánarBaráttudagur gegn einelti
Allir árgangar Vogaskóla unnu verkefni sem tengt var báráttudegi gegn einelti. Nemendur teiknuðu útlínur handa sinna og skrifuðu á fingurna hvernig mætti stoppa einelti. Verkefnið var hengt upp í skólanum.
Nánar