Skip to content

Handbók fyrir foreldra

Þessi handbók er ætluð aðstandendum sem nota Mentor kerfið til að fylgjast með skólastarfi. Notendur geta ýmist skráð sig inn á kerfið í gegnum vefinn eða notað appið.

Leitaðu ávallt fyrst til skólans sem barnið þitt er í ef þú lendir í vandræðum með kerfið. Það er skólinn sem hefur leyfi til að gera breytingar á persónulegum upplýsingum sem tilheyra nemendum og aðstandendum. Ef skólinn getur ekki leyst málið hefur hann samband við Mentor og óskar eftir aðstoð.