Skip to content

Foreldrafélag Vogaskóla

Almennar upplýsingar

Foreldrafélagið er með netfang, sem er foreldraf@vogaskoli.is, Hér til hægri á síðunni má finna nöfn stjórnarmanna, fundargerðir stjórnar, dagskrá fyrir skólaárið og fréttir úr foreldrastarfinu.

 

Verkefnaskrá

Í Vogaskóla er lögð áhersla á að stuðla að góðu samstarfi á milli heimila og skóla og auka þátttöku foreldra/forráðamanna í skólastarfinu. Leiðir til að ná þessum markmiðum eru meðal annars þessar:

 • Gott upplýsingastreymi milli heimila og skóla. Foreldrar/forráðamenn fái að vita um allar breytingar á skólastarfi með góðum fyrirvara.
 • Fastir, vikulegir viðtalstímar allra kennara sem foreldrar eru hvattir til að nýta sér.
 • Foreldrar geta talað við skólastjórnendur þegar þess gerist þörf.
 • Virk netföng allra kennara og stjórnenda skólans.
 • Tveir foreldradagar eru á hverjum vetri.
 • Foreldrar/forráðamenn taki virkan þátt í bekkjarstarfi, t.d. með því að skipuleggja bekkjarkvöld eða aðrar uppákomur í starfi einstakra bekkja eða árganga.

 

Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að foreldrar og nemendur í hverjum hverjum árgangi hafa ákveðin verkefni. Þau eru sem hér segir:

 

 • 1. bekkur – mynda vinahópa innan árgangs
 • 2. og 3.bekkur – undirbúa öskudagsgleði fyrir yngsta stigið
 • 4. og 5. bekkur – sjá um jólaföndur
 • 6. og 7. bekkur - sjá um leiki á vorhátíð
 • 8. bekkur – fjáröflun fyrir Laugaferð með kaffisölu á foreldradegi og fleira
 • 9. bekkur – 1 eða fleiri fara með í Laugaferð 9. bekkinga
 • 9. bekkur – sjá um kaffisamsæti á útskrift 10. bekkinga
 • 10. bekkur – koma að skipulagi starfskynninga í 10. bekk ásamt umsjónarkennara og  námsráðgjafa
 • 10. bekkur – veitingasala á jólaföndri og vorhátíð - fjáröflun fyrir ferðir.
 • 10. bekkur – vorferð með nemendur í maí/júní.

Markmið

 • að styðja við skólastarfið
 • stuðla að velferð nemenda skólans
 • efla tengsl heimilis og skóla
 • hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
 • hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
 • Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng eru færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins að hausti.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

Fréttir úr starfi

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Vogaskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegs sumars og þakkar fyrir skólaárið sem er að líða. Skrifstofa skólans opnar aftur miðvikudaginn 10. ágúst 2021 Skólasetning verður mánudaginn…

Nánar