Foreldrafélag Vogaskóla
Almennar upplýsingar
Foreldrafélagið er með netfang, sem er foreldraf@vogaskoli.is, Hér til hægri á síðunni má finna nöfn stjórnarmanna, fundargerðir stjórnar, dagskrá fyrir skólaárið og fréttir úr foreldrastarfinu.
Verkefnaskrá
Í Vogaskóla er lögð áhersla á að stuðla að góðu samstarfi á milli heimila og skóla og auka þátttöku foreldra/forráðamanna í skólastarfinu. Leiðir til að ná þessum markmiðum eru meðal annars þessar:
- Gott upplýsingastreymi milli heimila og skóla. Foreldrar/forráðamenn fái að vita um allar breytingar á skólastarfi með góðum fyrirvara.
- Fastir, vikulegir viðtalstímar allra kennara sem foreldrar eru hvattir til að nýta sér.
- Foreldrar geta talað við skólastjórnendur þegar þess gerist þörf.
- Virk netföng allra kennara og stjórnenda skólans.
- Tveir foreldradagar eru á hverjum vetri.
- Foreldrar/forráðamenn taki virkan þátt í bekkjarstarfi, t.d. með því að skipuleggja bekkjarkvöld eða aðrar uppákomur í starfi einstakra bekkja eða árganga.
Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að foreldrar og nemendur í hverjum hverjum árgangi hafa ákveðin verkefni. Þau eru sem hér segir:
- 1. bekkur – mynda vinahópa innan árgangs
- 2. og 3.bekkur – undirbúa öskudagsgleði fyrir yngsta stigið
- 4. og 5. bekkur – sjá um jólaföndur
- 6. og 7. bekkur - sjá um leiki á vorhátíð
- 8. bekkur – fjáröflun fyrir Laugaferð með kaffisölu á foreldradegi og fleira
- 9. bekkur – 1 eða fleiri fara með í Laugaferð 9. bekkinga
- 9. bekkur – sjá um kaffisamsæti á útskrift 10. bekkinga
- 10. bekkur – koma að skipulagi starfskynninga í 10. bekk ásamt umsjónarkennara og námsráðgjafa
- 10. bekkur – veitingasala á jólaföndri og vorhátíð - fjáröflun fyrir ferðir.
- 10. bekkur – vorferð með nemendur í maí/júní.
Markmið
- að styðja við skólastarfið
- stuðla að velferð nemenda skólans
- efla tengsl heimilis og skóla
- hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
- hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
- Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng eru færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins að hausti.
Handbók foreldrafélaga grunnskóla
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.
Fréttir úr starfi
Skóladagatal skólaársins 2022 – 2023 Gleðilegt sumar kæru börn og foreldrar Skrifstofa skólans opnar aftur eftir verlsunarmannahelgi.
Nánar