Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Skákmót unglingastigs

IMG 20180413 123903Föstudaginn 13. apríl var hraðskákmót unglingadeildar Vogaskóla haldið í fyrsta sinn. Alls tók 41 nemandi þátt í mótinu og þrír nemendur deildu efsta sætinu með fullt hús stiga; Mikael Maron Torfason úr 8. bekk, Nanna Bríet Atladóttir í 9. bekk og Kristófer Arnar Árnason úr 10. bekk. Til hamingju krakkar. Fleiri myndir í myndasafni.

Prenta | Netfang

Augað

Stuttmyndakeppninni Auganu, keppni 9. bekkja Háaleitisskóla, Laugalækjarskóla og Vogaskóla, lauk daginn fyrir páskafrí. Sigurmyndin í ár var Pina Colada sem Þær Soffía Sól, Steinunn Glóey, Freyja Isobel, María Katrín og Nanna Bríet í Vogaskóla gerðu.

Til hamingju stelpur. Skemmtileg mynd, vel leikin, tekin og klippt. Full af húmor og hlýju.

Hér má finna hinar stuttmyndirnar sem tóku þátt: Frk. Símalína - Hvarfið - Saga

Prenta | Netfang

Stóra upplestrarkeppnin

brbr

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Grensáskirkju þriðjudaginn 20. mars. Þar kepptu fulltrúar 7. bekkinga úr skólum Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Fulltrúar Vogaskóla  voru þau Brynja Jóhannsdóttir og Brynjar Hauksson,  sem stóðu sig frábærlega. Þau höfðu, ásamt Elínu Freyju Andradóttur, sem var varamaður, æft sig samviskusamlega fyrir keppnina. Keppninni lauk þannig að Brynja Jóhannsdóttir lenti í 3. sæti.

Við í Vogaskóla erum mjög stolt af þessum fulltrúum okkar.

Prenta | Netfang

Pí dagurinn og stæðrfræðikeppni

2Nemendur unglingadeildar hafa verið mjög virkir í stærðfræði síðustu vikur.  Þrjátíu nemendur í 8. – 10. bekk tóku þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna sem haldin var í MR sl. þriðjudag.  Nemendur í 8. og 9. bekk tóku á dögunum þátt í alþjóðlegri stærðfræðikeppni sem nefnist Pangea.  Einn nemandi komst áfram í þriðju umferð, Jón Emil Rafnsson í 8. L.R.  Hann tekur þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í MH nk. laugardag.

Að sjálfsögðu héldum við alþjóðlega Pí-daginn hátíðlegan með Pí-kökum og umræðum um þessa merkilegu stærð π.

Prenta | Netfang

Vinaliðanámskeið í Vogó

IMG 0196Vinaliðanámskeið var haldið fyrir vinaliða Vogaskóla í vikunni. Alltaf mikið stuð á þessum námskeiðum..

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...