Matseðill

Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Skólasetning 2016 - 2017

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

1. - 7. bekkur kl. 9:00

8. - 10. bekkur kl. 10:00

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. verða nemendur í 1. bekk boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum sínum.

Þriðjudaginn 23. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í 2. - 10. bekk

Miðvikudaginn 24. ágúst hefst kennsla samkvæmt stndaskrá hjá nemendum í 1. bekk

 

Búið er að senda innkaupalista á alla árganga. Kennarar í 1. bekk sjá um innkaup fyrir sína nemendur.

Prenta | Netfang

Heimsókn í Grasagarðinn

IMG 0052Í náttúrufræðitíma fjórða bekks í Vogaskóla var farið í rannsóknarferð í Grasagarð Reykjavíkur. Þar tók á móti hópnum hún Björk Þorleifsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar og fór hún með hópinn um svæðið þar sem holta-, mela- og mýragróður vex. Börnin fræddust um þjóðarblómið okkar, holtasóley og hin mörg nöfn hennar, um hrafnafífu, reyrgresi, hærufífil og brenninetlu.
Börnin voru með lítið verkefnahefti sem þau áttu að skrá athuganir sínar á þremur blómplöntum.
Með í för voru fimm foreldrar, sem var ákaflega ánægjulegt. Þeir lögðu okkur lið við skráninguna. Við þökkum þeim öllum ánægjulegt samstarf!

Prenta | Netfang

Nemendaráð Vogaskóla

IMG 9315Nýtt nemendaráð er tekið til starfa í Vogaskóla.

Það skipa úr 10. bekk - Sigríður Halla, formaður, Auður Tiya, Jóhanna og Lovísa. Úr 9. bekk eru þær Kristín Lovísa , Júlía Dagbjört, Svala og úr 8. bekk þær Edda og Steinunn Glóey.

Prenta | Netfang

Miðstigsráð

IMG 1081Nemendur miðstigs kjósa sér fulltrúa í miðstigsráð. Miðstigsráð skólaárið 2016-2107 skipa þau Gabríel Geir og Iðunn Anna í 5. bekk. Elín Freyja og Tumi úr 6. bekk og Hreiðar Hrafn og Hrönn úr 7. bekk.

Prenta | Netfang

Íþróttadagur á yngsta stigi

IMG 9331Þróttur/Ármann skipulagði frábæran íþróttadag fyrir nemendur yngsta stigs í Vogaskóla. Nemendur fengu að kynnast og prófa mismunandi íþróttagreinar eins og júdó, takwando, fimleika, frjálsar, fótbolta og körfubolta. Vel var að öllu staðið og nemendur og kennarar áttu saman skemmtilegan dag í Laugardalnum.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...