Matseðill
Vefpóstur
Skóladagatal
Mentor
Umsókn um leyfi

Haustferð unglingadeildar

IMG 0072Unglingadeildin naut góða veðursins á fyrsta degi nýs skólaárs með því að fara í gönguferð í Elliðaárdalinn. 10. bekkur sá um að skipuleggja leiki og hrista hópinn saman. Þá var gengið um dalinn, náttúran var vegsömuð og kanínur skoðaðar. Að lokum gekk hópurinn til baka um Geirsnef en nokkrir ofurhugar vörpuðu sér í ána af göngu/hjólabrú sem þar er. Allir komu glaðir til baka.

Prenta | Netfang

Vísindasmiðja 10. bekkar


IMG 029110. bekkur fór í vísindasmiðju Háskóla Íslands þar sem nemendur fengu fræðslu um margvíslegar furður sem lúta að eðlis- og stjörnufræði. Ekki spillti fyrir að þau voru sjálf þátttakendur í margvíslegum tilraunum. Fræðslan var mjög lifandi og skemmtileg enda ríkti mikil gleði meðal nemenda sem treguðu að þurfa að snúa til baka. 

Prenta | Netfang

Laugaferð 9. bekkja

9. bekkir Vogaskóla fóru að Laugum í Sælingsdal vikuna 19. – 23. september.  Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir nemendur þar sem þeir fengu tækifæri til að stíga út fyrir þægindarammann, auka færni sína í því að koma fram, auka einbeitingu og vinna saman að sameiginlegum markmiðum.  Á Laugum eru allir jafnmikilvægir og vinátta og virðing eru þar í fyrirrúmi enda ekkert pláss fyrir einelti, stríðni og neikvæðni.

Dvölin var án efa eftirminnileg upplifun og má sjá brot af viðfangsefnum í myndbandi hér að ofan.

Prenta | Netfang

Grunnskólamót í fótbolta

14513674 10209488828925221 1727754256 oVogaskóli tók þátt í grunnskólamótinu í fótbolta í síðustu viku. Lið skólans skipað nemendum úr 8.,9., og 10.bekk kvenna komst í undanúrslit mótsins, liðið fékk ekki á sig mark í riðlakeppninni. Í undanúrslitum tapaði Vogaskóli fyrir liði Réttarholtsskóla.

Allir nemendur sem tóku þátt í mótinu fyrir hönd Vogaskóla stóðu sig vel.

Prenta | Netfang