Skóladagatal 2022-2023
Skóladagatal skólaársins 2022 – 2023 Gleðilegt sumar kæru börn og foreldrar Skrifstofa skólans opnar aftur eftir verlsunarmannahelgi.
NánarSkólalok
Nú hefur Vogaskóla verið slitið í 63. sinn. Það er alltaf mikið um að vera á lokametrunum og nemendur og kennarar voru duglegir að gera sér sitthvað til skemmtunar. Endilega kíkið á myndasíðu skólans og sjáið myndir úr ferðum, af leiksýningum og frá því þegar miðstigið afhendi UNICEF 150.000 kr. til styrktar fólki frá Úkraínu.
NánarRegnbogavotton
Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. Í gær á skipulagsdegi var allt starfsfólk Vogaskóla á fræðslu um máliefnið og fékk í kjölfarið regnbogavottun.
NánarAðstoðarkennarar
Tvær síðustu vikur hafa nokkrir nemendur í 10. bekk verið kennurum í 1.bekk til aðstoðar, 6 tíma á viku. Verkefnið hefur tekist mjög vel og allir, stórir sem smáir hafa lært heilmikið af samverunni.
NánarAðalfundur foreldrafélags Vogaskóla
Aðalfundur félagsins verður á kaffistofu starfsmanna skólans þriðjudaginn 10.maí klukkan 17:00 Hér má sjá fundarboð og dagskrá.
NánarFlottir 10. bekkingar
Nemendur í 10.bekk afhentu í dag Unicef 50 þúsund krónur sem þeir fengu í verðlaun fyrir 3.sæti í Fjármálaleikunum. Hér má lesa fréttina.
NánarSetning Barnamenningarhátíðar
Nemendur í 4. bekk voru við setning Barnamenningarhátíðar 2022. Mikil gleði og gaman hjá öllum.
NánarBarnamenningarhátíð 2022 í Reykjavík verður haldin 5. – 10. apríl 2022
Opnunarviðburðurinn verður haldinn með pompi og prakt í Eldborgarsalnum í Hörpu þar sem 4. bekkir borgarinnar koma og njóta menningar sem er sérsniðin fyrir börn. Þema hátíðarinnar í ár er gleði og hvernig við sköpum gleði. Eftir æðruleysi, þrautseigju og seiglu síðustu tveggja ára eigum við það öll skilið að gleðjast og njóta lífsins. Um…
NánarLokahátíð Upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Upplestrarkeppninnar var haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 30. mars. Þar kepptu 14 fulltrúar úr skólum Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Fulltrúar Vogaskóla voru þeir Alexander Arnar og Óðinn, sem báðir stóðu sig frábærlega. Þeir höfðu, ásamt Kötlu, sem var varamaður, æft sig samviskusamlega fyrir keppnina. Keppninni lauk þannig að Óðinn lenti í 2. sæti. Við í Vogaskóla…
NánarHverfisskipulag í Laugardalnum
Nemendur í 6. bekk í Vogaskóla hafa unnið að skipulagningu síns hverfis. Í samstarfi við alla grunnskóla í borgarhlutanum byggja grunnskólabörn módel af sínu skólahverfi. Grunnskólabörnin taka svo þátt í samtali og samráði um framtíðarsýn fyrir þeirra hverfi. Þau leggja meðal annars miða með ábendingum og athugasemdum á módel sem þau hafa gert. VIrkilega skemmtilegt…
Nánar