Skip to content
21 ágú'20

Skólasetning

Vogaskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst. Kl. 9:00 2. – 6. bekkur kl. 10:00 7. – 10. bekkur Vegna Covid geta foreldrar ekki verið viðstaddir skólasetningu. Nemendur mæta í Sal skólans. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst. Nemendur í 1. bekk mæta í boðuð viðtöl mánudag og þriðjudag og hefst kennsla hjá þeim miðvikudaginn…

Nánar
15 jún'20

Gleðilegt sumar

Skrifstofa Vogaskóla opnar aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 5. ágúst 2020. Skipulagsdagar starfsfólks verða 17. – 21. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst. Hjá nemendum í 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 26. ágúst.

Nánar
04 maí'20

Útivera í unglingadeild

Nemendur í 10. bekk nýttu blíðviðrið í síðustu viku og skelltu sér í göngutúr. Ekki annað að sjá á myndunum en að þeir hafi skemmt sérkonunglega.

Nánar
30 mar'20

Upplestrarkeppnin í Vogaskóla

Föstudaginn 13. mars kepptu sjö nemendur úr 7. bekk í upplestri. Keppt var um sæti í lokakeppni “Stóru upplestrarkeppninnar” Það voru þau Una Sóley, Loftur Snær, Hrafnhildur, Herdís Anna, Pétur, Katla Mist og Davíð Geir sem lásu. Þessir krakkar höfðu áður verið valin sem bestu lesararnir í 7. bekk. Hver og einn las þrisvar sinnum. Fyrst var…

Nánar
30 mar'20

Örsögusamkeppni

Í fyrstu viku samkomubannsins í Vogaskóla tóku nemendur unglingadeildar þátt í samkeppni um bestu örsöguna, sögu sem mátti ekki vera lengri en 100 orð. Góð þátttaka var í öllum bekkjum en hver árgangur valdi bestu söguna úr árganginum. Allir nemendur unglingadeildarinnar kusu síðan milli þessara sagna. Sagan Afmælisdagurinn eftir Hörpu Rósey Qingqin Pálmadóttur þótti best,…

Nánar
17 mar'20

Föstudagur 20. mars – skipulag

Hér að neðan má sjá skipulag Vogaskóla á meðan á samkomubanni stendur. Við stefnum á að halda þessu skipulagi út vikuna en metum stöðuna eftir hvern dag. Aðeins breytt plan hjá 4. bekk fyrir föstudaginn en umsjónarkennarar hafa sent póst með upplýsingum um það. Bekkur Komutími Brottför +/- 10 mínútur Inngangur Útganga 1 Berglindar 11:30…

Nánar
06 mar'20

Covid 19 – upplýsingar til foreldra

Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem…

Nánar
13 feb'20

Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar 2020

Kennsla í öllum grunnskólum og öllum leikskólum í Reykjavík fellur niður á morgun, föstudag. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir hádegi á morgun og fólk beðið um að vera ekki á ferli að óþörfu. Hér má sjá frétt frá RÚV og hér má finna upplýsingar um röskun á skólastarfi.

Nánar
21 jan'20

Laugarvatn 9. bekkur

Þriðjudagur 21. janúar. Kajak í dag á vatninu. Myndir í myndasafni. Allir í góðum gír á Laugarvatni. Myndir má sjá í myndaalbúmi.

Nánar