Skip to content
01 okt'21

7. bekk á RIFF

RIFF alþjóðleg kvikmyndhátíð var sett í  gær 30. septbember. Af því tilefni fóru nemendur í 7. bekk á endurgerða mynd um Gosa í Bíó Paradís.

Nánar
19 ágú'21

Skólasetning

Við hefjum nýtt skólaár með skólasetningu mánudaginn 23. ágúst. Við getum því miður ekki boðið foreldrum inn í skólann í þetta sinn. Umsjónarkennarar taka á móti sínum nemendum við innganga og eiga með þeim stutta stund í heimastofum. Tímasetningar verða sem hér segir: Klukkan 9:00 mæta nemendur í 2., 3. og 10. bekk Klukkan 9:30…

Nánar
18 jún'21

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Vogaskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegs sumars og þakkar fyrir skólaárið sem er að líða. Skrifstofa skólans opnar aftur miðvikudaginn 10. ágúst 2021 Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst (tímasetningar auglýstar síðar) Nemendur í 1. bekk skólaárið 2021-2022 verða boðaðir í viðtal ásamt foreldrum sínum

Nánar
04 jún'21

Skólaslit

Skólaslit Vogaskóla verða sem hér segir:  Miðvikudaginn 9. júní milli kl. 18:00 og 20:00 10. bekkur. Fimmtudaginn 10. júní: 8:30      1. og 2. bekkur 9:30      3. og 4. bekkur 10:30   5. 6. og 7. bekkur 11:00   8. og 9. bekkur Foreldrar velkomnir með.

Nánar
31 maí'21

Fjölgreindaleikar

Þriðjudaginn 1. júní og miðvikudaginn 2. júní eru fjölgreindaleikar í Vogaskóla. Þá er nemendum skipt í hópa þvert á árganga. Þeir fara á milli mismunandi stöðva og leysa skemmtilegar þrautir. Boðið verður upp á nesti í nestistíma þannig að nemendur þurfa ekki að koma með nesti að heiman nema fyrir hádegið ef þeir eru ekki…

Nánar
27 maí'21

Gosstöðvarnar

Unglingadeildin gerði sér lítið fyrir og gekk að gosstöðvunum. Duglegir krakkar sem upplifðu magnaða náttúruna.

Nánar
25 mar'21

Íslandsmót barnaskólasveita í skák

Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram sunnudaginn 21. mars síðastliðinn. Mótsstaður var Rimaskóli í Grafarvogi. Keppnin fór þannig fram að sveitir, skipaðar fjórum liðsmönnum hvers skóla, tefldu gegn sveitum annarra skóla. Vogaskóli sendi skáksveit til keppninnar og var hún skipuð nemendum úr 5.-7. bekk sem hafa sótt vikulega skáktíma í skólanum í vetur. Fulltrúar skólans…

Nánar
25 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin í Vogaskóla

Fimmtudaginn 4. mars kepptu sjö nemendur úr 7. bekk í upplestri. Keppt var um sæti í lokakeppni “Stóru upplestrarkeppninnar” Það voru þau Tómas Hugi, Iðunn Þórey, Þórarinn, Rakel Rut, Alexander, Freydís Katla og Ívar Ingi sem lásu.  Þessir krakkar höfðu áður verið valin sem bestu lesararnir í 7. bekk. Hver og einn las þrisvar sinnum.…

Nánar
16 feb'21

100 daga hátíð í 1. bekk

Loksins kom að stóra deginum þegar nemendur í 1. bekk voru búnir að vera 100 daga í skólanum. Allskonar verkefni voru unnin í tilefni dagsins og svo fengu allir gott í gogginn. Mikil gleði hjá öllum.

Nánar