Covid 19 – upplýsingar til foreldra
Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem…
NánarSkólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar 2020
Kennsla í öllum grunnskólum og öllum leikskólum í Reykjavík fellur niður á morgun, föstudag. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir hádegi á morgun og fólk beðið um að vera ekki á ferli að óþörfu. Hér má sjá frétt frá RÚV og hér má finna upplýsingar um röskun á skólastarfi.
NánarLaugarvatn 9. bekkur
Þriðjudagur 21. janúar. Kajak í dag á vatninu. Myndir í myndasafni. Allir í góðum gír á Laugarvatni. Myndir má sjá í myndaalbúmi.
NánarReykir 7. bekkur
Föstudagur 17. janúar kl. 10:00 Þá er komið að kveðjustund krakkanna á Reykjum. Á myndinni er verið að syngja skólabúðalagið í síðasta sinn. Mikil gleði og mikið stuð 🙂 Nemendur leggja af stað um hádegi og mun Tómas láta vita þegar komið er að Hvalfjarðargöngum. Ritari sendir þá sms á foreldra. Fimmtudagur 16. janúar kl.…
NánarGleðilegt nýtt ár!
Gleðilegt nýtt ár kæru nemendur og foreldrar. Kennsla hefst föstudaginn 3. janúar skv. stundaskrá.
NánarFriðarganga og jólaskemmtanir
Fimmtudaginn 19. desember er skóli frá 8:30 – 12:00. Farið verður í friðargöngu og eftir það eru stofujól hjá nemendum Föstudaginn 20. desember eru jólböll í skólanum. Boðið er uppá gæslu fyrir nemendur í 1. -4. bekk frá klukkan 8:00 – 12:00. Tímasetning jólaballa er sem hér segir: Kl. 8:30 – 9:30 2. bekkur, 4.…
NánarSamfélagsfræði í 2. bekk
Svakalega flott verkefni sem nemendur í 2. bekk unnu í samfélagsfræði.
NánarLEGO
Nemendur í 6. bekk tóku þátt í First LEGO league á Íslandi laugardaginn 9. nóvember. Þau kölluðu sig „The Einstein“ og stóðu sig einstaklega vel í keppninni þar sem þau voru meðal yngstu keppendanna. Þau gerðu sér lítið fyrir og voru tilnefnd fyrir bestu liðsheildina auk þess sem rannsóknarverkefnið þeirra var valið besta rannsóknarverkefnið. Geri…
NánarSlökkviliðið í heimsókn
Nemendur í 3. bekk fengu góða heimsókn í síðustu viku þegar slökkviliðið kom í heimsókn. Þeir kynntu eldvarnir á heimilium og svo fengu krakkarnir að fara út og skoða bílana. Það vekur alltaf lukku,
NánarBaráttudagur gegn einelti
Í tilefni af báráttudegi gegn einelti komu vinabekkir Vogaskóla saman og vinapörin bjuggu til vinabönd fyrir hvort annað.
Nánar