Skip to content

Nemendaráð Vogaskóla

Almennar upplýsingar

Í byrjun skólaárs fara fram kosningar til nemendaráðs í unglingadeid og á miðstigi. Allir nemendur á þessum stigum geta boðið sig fram. Á unglingastigi eiga 10. bekkir 4 fulltrúa í nemendaráði og 8. og 9. bekkir tvo fulltrúa hvor.  Á miðstigi á 7. bekkur 4 fulltrúa en 5. og 6. bekkir tvo fulltrúa hvor.

Á miðstigi fá allir kynningu um lýðræði og á ábyrgð sem felst í því að vera í miðstigsráði. Eftir það fara fram kosningar. Fullrúar miðstigsráðs funda með félagsstarfkennara tvisvar á hvorri önn. Þeir sjá um að skipuleggja böll og uppákomur.

Í unglingadeild fá frambjóðendur tækifæri til að kynna sig og sín stefnumál á sameiginlegum fundum allra nemenda unglingadeildar. Formaður nemendaráðs er kosinn af fulltrúum nemendaráðs. Nemendaráð, í samvinnu við félagsstarfskennara og félagsmiðstöðina í skólanum, sér um að skipuleggja félagsstarf nemenda. Staðið er fyrir ýmsum uppákomum, böllum og kaffihúsakvöldum svo
eitthvað sé nefnt.

Reglur um nemendaráð Vogaskóla

8. Nemendafélag skóla
Nafn félagsins er Nemendafélag Vogaskóla (NFVog) og starfar samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 10. grein. Þar stendur:
Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess.
Markmið félagsins er að:
- Sjá um og skipuleggja félagslíf nemenda skólans
- Fjalla um skólareglur
- Vera umsagnaraðilar í einstökum málum
8.1 Kynning, lög og starfsreglur
Í stjórn nemendafélagsins, eiga sæti fulltrúar bekkja í 8.-10.bekk. Stjórn nemendafélagsins hefur ákvörðunar- og framkvæmdavald í öllum almennum málum NFVog. Félagsstarfskennari ber ábyrgð á öllum fjármálum NFVog og skulu reikningar félagsins lagðir fram til endurskoðunar er skóla lýkur en eigi síðar en 10. júní ár hvert. Skólastjóri endurskoðar reikninga NFVog.
Stjórn NFVog er bundin af lögum og reglum sem gilda um skólastarf og starfsáætlun skólans. Hlutverk og starfsemi stjórnar. Hlutverk stjórnar er að starfa að félagsmálum nemenda á unglingastigi, vinna úr hugmyndum
þeirra og jafnframt að virkja sem flesta nemendur til að taka þátt í félagslífi skólans. Auk þess skipuleggur stjórnin viðburði fyrir 4. – 7. bekk einu sinni til tvisvar á hvorri önn.
Stjórn NFVog situr reglulega fundi með félagsstarfskennara og fulltrúa frá Buskanum. Yfirleitt er fundað einu sinni til tvisvar í mánuði og eru fundir utan skólatíma. Félagsstarfskennari stýrir fundi og sér um að rituð sé fundargerð. Þeim sem sitja í stjórn ber skylda til að mæta á fundi og þurfa nemendur að tilkynna forföll til félagsstarfskennara svo hægt sé að boða varamann ef þurfa þykir.
Stjórn NFVog ákveður, í samráði við félagsstarfskennara, uppákomur í tengslum við fjáröflun fyrir unglingastigið og sér um skipulag á þeim. Stjórn NFVog hefur lýðræðisleg vinnubrögð að leiðarljósi. Allar hugmyndir eru ræddar og stjórn nemendafélags stendur fyrir kosningu um einstaka viðburði eins oft og færi gefst. Stjórnin kemur hugmyndum nemenda á unglingastigi á framfæri á stjórnarfundum þar sem þeim
er fundinn farvegur. Stjórnin getur falið öðrum nemendum ákveðin verkefni.

Fréttir úr starfi

Vogaskóli í 1. sæti

Lokahátíð upplestrarkeppninnar – Steindór  í 1. sæti! Lokahátíð Upplestrarkeppninnar var haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 22. mars. Þar kepptu  fulltrúar úr skólum Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Fulltrúar Vogaskóla …

Nánar