Um skólann

Sérstaða Vogaskóla

Vogaskóli er almennur grunnskóli í Reykjavík og tilheyrir hverfi 2 í borginni. Skólinn tók til starfa í desember, árið 1958. Vogaskóli er einn af eldri skólum borgarinnar og á sér langa og merka sögu. Hann er í grónu hverfi nálægt náttúruperlum eins og Laugardal og Elliðaárdal.

Vogaskóli er  heildstæður grunnskóli frá 1. bekk og upp í 10. bekk. Nemendur við skólann eru um 330  og starfsmenn rúmlega 50.  Undanfarin ár hefur skólinn unnið að því að efla nám við hæfi hvers nemanda meðal annars með auknum námstækifærum, nýjungum í kennsluháttum og fjölbreyttara námsmati. Samkennsla er milli tveggja árganga hjá nemendum í   1.-7.bekk í nokkrum greinum. Söguaðferðin er notuð á yngra stigi og morgunsöngur á Sal er tvisvar í viku. Kór er starfandi við skólann fyrir yngri nemendur. Allir árgangar eiga sér vinabekk og skipuleggja kennarar verkefni sem þeir vinna saman.

Stefnumótun

Stefna og framtíðarsýn Vogaskóla byggir á grunnskólalögum, aðalnámskrá og stefnu Reykjavíkurborgar. Gildi skólans og einkunnarorð eru valin út frá markmiðsgrein  grunnskólalaganna  en þar kemur fram hvert hlutverk grunnskóla er, en honum er ætlað í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Framtíðarsýnin er sú að öllum nemendum og starfsfólki Vogaskóla líði vel í skólanum ásamt því að nemendur nái hámarksárangri út frá námi við hæfi.

Gildi Vogaskóla

Einkunnarorð Vogaskóla eru:

Virðing fyrir hverjum og einum þar sem hver einstaklingur er einstakur og á að njóta sín .

Samvinna, starfið á að einkennast af samvinnu nemenda, foreldra og starfsfólki skólans.

Ábyrgð, hver og einn þarf að læra að bera ábyrgð á námi sínu,vinnu og framkomu.


Stefna Vogaskóla

Að gagnkvæm virðing einkenni öll samskipti innan skólans.

Að nemendum og starfsfólki líði vel í skólanum, í þeirri trú að góð líðan skapi góðan árangur.

Að hver og einn fái nám við hæfi og áhersla verði á fjölbreytt námstækifæri.

Að nemendur taki ábyrgð á eigin námi, hegðun og skólaumhverfi.

Að þjálfa markvisst félagslega færni og samvinnu nemenda.

Að jafnrétti og lýðræði ríki í skólanum.

Að góð samvinna sé milli heimila og skóla.


Eineltisáætlun

Í Vogaskóla er unnið gegn einelti samkvæmt aðgerðaráætlun sem kennd er við Dan Olweus. Eineltisáætlun Olweusar er forvarnaráætlun sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir einelti og andfélagslega hegðun og skapa þannig skólabrag að einelti sé ekki liðið.

Reglulega eru haldnir bekkjarfundir þar sem nemendur eru þjálfaðir í að tjá tilfinningar  sínar og sjónarmið. Tilgangurinn með bekkjarfundum er að stuðla að samstöðu nemenda gegn einelti.


Meðferð eineltismála í Vogaskóla:

Tilkynning

Upplýsingaöflun

Aðgerðir

Alvarleg viðtöl við gerendur

 

Allir foreldrar/forráðamenn fá handbók þar sem farið er í aðgerðaráætlun Olweusar.  Hægt er að nálgast hana hjá ritara skólans eða á heimasíðu skólans.

Staðsetning:


Prenta | Netfang