Mötuneyti

Mötuneyti

Upplýsingar um mötuneyti

Hádegismatur stendur öllum nemendum skólans til boða. Hér má finna gjaldskrá fyrir mötuneyti.  Matartímanum er skipt niður á árganga.

       Unglingastig er í mat frá kl. 11:10 - 11:40

       1., 2., 3. og 4.. bekkur eru í mat frá kl. 11:50 - 12:10

        5., 6. og 7. bekkur eru í mat frá kl. 12:45 - 13:05

Nemendur sem ekki eru í mat borða nestið sitt í matsalnum.

Matseðill er gerður fyrir hvern mánuð og birtur á heimasíðu skólans. Við gerð matseðils er áhersla lögð á hagkvæmni í rekstri mötuneytisins um leið og boðið er uppá hollan og næringarríkan mat sem sniðinn er að óskum barna og unglina og viðmið Manneldisráðs höfð að leiðarljósi.

Umgengnireglur í matsal:

       Almennar skólareglur gilda.

       Fara í röð við hvíta vegginn þegar matur er sóttur.

       Setjast við sitt borð.

       Forðast óþarfa hávaða og hlaup.

       Sýna góða borðsiði.

       Ganga vel frá eftir sig, borðin hrein og tilbúin fyrir aðra.

       Fara úr yfirhöfnum og taka af sér höfuðföt áður en gengið er í matsalinn.

Sótt er um mataráskrift á rafrænni reykjavík

 

 

Prenta | Netfang