Skip to content
010

Velkomin á heimasíðu

Vogaskóla

Vogaskóli er hverfisskóli í Vogahverfi og tilheyrir hverfi Laugardals- og Háaleitis. Vogaskóli er einn af eldri skólum borgarinnar, tók til starfa í desember 1958. Hann á sér því langa og merka sögu. Skólinn er í grónu hverfi nálægt náttúruperlum eins og Laugardal og Elliðaárdal.

Vogaskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli frá 1. bekk og upp í 10. bekk. Við skólann er formleg sérdeild fyrir einhverfa og eru sjö nemendur í henni. Nemendur við skólann eru rúmlega 300 þetta skólaár og starfsmenn um 50.

Húsnæði skólans skiptist í tvennt, eldri byggingu og nýbyggingu. Í eldri byggingu eru nemendur í 7. - 10. bekk, námsráðgjafi, námsver og félagsmiðstöðin Buskinn með aðsetur. Þar er einnig list- og verkgreinakennsla. Í nýbyggingu eru nemendur í 1.-6. bekk, einhverfudeild, upplýsingaver, tónmenntastofa, heimilisfræði, skrifstofur stjórnenda, aðstaða skrifstofustjóra og hjúkrunarfræðings, mötuneyti, kaffistofa og matsalur. Á skólalóð er hús frístundaheimilisins Vogasels.

Stjórnendur skólans

Skólastjóri Vogaskóla er Snædís Valsdóttir Netfang: snaedis.valsdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri er Þorbjörg Skúladóttir Netfang: thorbjorg.skuladottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri sérdeildar fyrir einhverfa er Helga Hafdís Gísladóttir  Netfang:helga.hafdis.gisladottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri sérkennslu er Helga Helgadóttir Netfang: helga.helgadottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri yngsta- og miðstigs er Stefanía Baldursdóttir. Netfang:stefania.baldursdottir@rvkskolar.is

Skrifstofustjóri: Arndís Björk Huldudóttir Netfang: arndis.bjork.huldudottir@rvkskolar.is