STEFNUmót

Vorið 2012 óskaði Foreldrafélag Vogaskóla eftir því við stjórnendur skólans að blásið yrði til fundar þar sem foreldrar, nemendur og starfsmenn kæmu saman að stefnumótun fyrir innra starf skólans. Markmið verkefnisins var að sýna í verki hvað samvinna og jákvæð vinnubrögð geta gert mikið fyrir lítið samfélag eins og það sem umvefur skólann okkar. Viðburðurinn fékk heitið Stefnumót Vogaskóla og byggir á lýðræðislegri samvinnu allra sem koma að skólastarfinu. Árið 2015 var Stefnumótið haldið í annað sinn og fékk þá styrk frá Reykjavíkurborg til að útbúa efni til upplýsinga fyrir aðra skóla.

Hér má finna ýmislegt efni sem er afrakstur þessarar vinnu. Kynningarefni, í formi myndbands og stutt bæklings, auk ýmissa skjala sem auðveldað gætu undirbúning og framkvæmd STEFNUmóts. Megnið af efninu er unnið í sjálfboðavinnu foreldra við Vogaskóla og vonum við að þetta nýtist öðrum skólasamfélögum.

EFNI

Kynningarmyndband

Kynningarbæklingur

Merki STEFNUmóts

Dæmi um auglýsingu til foreldra fyrir STEFNUmót

Dæmi um uppröðun í sal á STEFNUmóti

Verkefnalisti STEFNUmóts

Leiðbeiningar til borðstjóra

Vinnublöð borðstjóra

Prenta | Netfang