Skip to content

Skólaheilsugæsla Vogaskóla

Skólaheilsugæsla

Heilsugæsla í skólum lýtur stjórn heilbrigðisyfirvalda og er hjúkrunarfræðingur skólans starfsmaður Heilsugæslunnar í Glæsibæ. Markmið skólaheilsugæslu er að stuðla að heilsuvernd skólabarna með það að markmiði að barn þroskist við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Skólahjúkrunarfræðingur vinnur í náinni samvinnu við foreldra, kennara, skólastjórnendur og aðra sem sinna skólabarninu. Starf hans felst aðallega í heilbrigðishvatningu, fræðslu, ráðgjöf, skimunum, sjónprófum, ónæmisaðgerðum og aðstoð við börn varðandi úrlausnir vandamála sinna. Á heilsuvefnum Heilsuvera.is má finna frekara yfirlit yfir áherslur í starfseminni ásamt vísun í leiðbeiningar Embætti Landlæknis.

Viðtalstími hjúkrunarfræðings er eftir samkomulagi en hægt er að hafa samband í s. 411-7376 eða senda tölvupóst á netfangið vogaskoli@heilsugaeslan.is og mun hjúkrunarfræðingur svara erindum eins fljótt og kostur er.