Skip to content

Vogasetur

Vogasetur – Sérdeild fyrir nemendur með einhverfu.
Markmið deildarinnar er að sinna einstaklingsmiðaðri kennslu og styðja við nám nemenda í almennu skólastarfi. Allir nemendur sérdeildar eru skráðir í almenna bekki og er stefnt að því að nemendur taki eins mikinn þátt í almennu skólastarfi og kostur er. Tekið er þó mið af getu hvers og eins nemenda til þátttöku í bekkjarstarfi.

Í dag eru 7 nemendur sem stunda nám sitt í sérdeildinni. Vogasetur er ein af sex sérdeildum fyrir nemendur með einhverfu í Reykjavík en aðrar sérdeildir eru í Fellaskóla, Foldaskóla, Háaleitisskóla, Hamraskóla og Langholtsskóla.
Sækja þarf formlega um inngöngu í sérdeildina en það er gert með því að fylla út eftirfarandi umsóknarblað og er umsóknarfrestur 1. mars ár hvert. Með umsókn þarf að fylgja staðfest greining á að barnið sé með röskun á einhverfurófi.
Sérstakt inntökuteymi fjallar um umsóknina og tekur ákvörðun um inntöku.
Umsóknir skilist til Skóla- og frístundasviðs, Borgartúni 12-14 eða til viðkomandi skóla.

Í Vogasetri er unnið eftir hugmyndafræði um skipulagða kennslu eða TEACCH (Treatment and education of autistic and related communication handicapped children). Þá er lögð áhersla á sérþarfir nemenda með einhverfu með tilliti til skipulags á námsumhverfi þeirra og kennslu. Jafnframt er lögð áhersla á fyrirsjáanleika í námi þeirra á hverjum degi og er hver nemandi með sitt dagskipulag. Leitast er við að hafa umhverfi nemenda í sérdeildinni sjónrænt sem styður við nám þeirra og sjálfstæði í skólaumhverfinu.

Starfsmenn Vogaseturs

Deildarstjóri sérdeildar  Helga Hafdís Gísladóttir  Netfang:helga.hafdis.gisladottir@rvkskolar.is

Yfirþroskaþjálfi Guðný Egilsdóttir. Netfang: gudny.egilsdottir@rvkskolar.is

Sérkennari Hulda Skúladóttir. Netfang: hulda.skuladottir@rvkskolar.is

Stuðningsfulltrúi: Jökull Þorkelsson  Netfang: jokull.thorkelsson@rvkskolar.is

Stuðningsfulltrúi: Ernesto.Emil.Ortiz  Netfang: ernesto.Emil.Ortiz@rvkskolar.is

Stuðningsfulltrúi: Ingeborg Garðarsdóttir  Netfang: ingeborg.gardarsdottir@rvkskolar.is